Á hverjum miðvikudegi birtist nýr pistill. Sendu okkur línu ef þú ert með hugmynd að pistli eða ef þú ert með spurningu sem mætti svara með pistli.

Var Jesús til? Þriðji hluti: Guðspjöllin í Nýja Testamentinu

Skrifað af Margrét María Ágústsdóttir. Posted in Pistlar

Hvernig vitum við að þeir sem skrifuðu nýja testamenntið í Biblíunni sögðu satt? Sáu þeir og töluðu við Jesú í raun og veru? Þegar vantar svar við svona spurningum er James Warner Wallace sá fyrsti sem kemur í hugann. Hann er kristinn rannsóknarlögreglumaður frá Los Angeles á eftirlaunum. James sérhæfði sig í rannsóknum á gömlum morðmálum svo hann var mikið í því að skoða staðhæfingar vitna sem voru sagðar fyrir mörgum árum og komast að því hvort vitnin sögðu satt eða ekki. Þannig komst hann að því hvernig morðið átti sér stað með því að skoða ólík sjónarhorn vitna. Í sjónvarpsþáttum og bíómyndum eru gömul morðmál oft leyst með DNA sýnum en eins og James segir var ekki eitt mál á öllum hans starfsferli leyst þannig.

En hvernig hjálpar hann okkur að svara spurningunum? Jú, hann skoðaði nefnilega guðspjöllin í Nýja Testamenntinu (sem innihalda frásagnir af lífi Jesú, dauða og upprisu) eins og hann myndi skoða hverja aðra réttaryfirlýsingu. Hann segir í myndinni Guð er ekki dáinn 2 (þar sem hann leikur sjálfan sig) að á nokkrum mánuðum komst hann að því að guðspjöllin fjögur sem innihalda ólík sjónarhorn frá mismunandi sjónarvottum eru sönn. Það er að segja, Matteus, Markús, Lúkas og Jóhannes sögðu satt frá. Margir halda kannski að það sé ekki hægt að taka mark á honum vegna þess að hann er kristinn. Trúði hann ekki á Jesú? Þá var hann ekki hlutlaus þegar hann hóf rannsóknina er það nokkuð? Málið er nefnilega það að hann var guðleysingi þegar hann byrjaði að skoða guðspjöllin. Hann var viss um að þau væru ósönn en varð trúaður þegar hann sá að guðspjöllin voru sönn.

Í myndinni gefur hann líka góð rök þegar hann er spurður hvort það sé ekki satt að guðspjöllin séu mjög misjöfn í því sem þau segja frá. Hann útskýrir að það sé einmitt það sem ætti að reikna með. Það er ávallt dálítið mismunandi hvernig sjónarvottar minnast atburða því sjónarvottarnir sjálfir eru ólíkir. Þeir voru staddir á mismunandi stöðum þegar atburðir áttu sér stað og þeir upplifðu atburðina ólíkt. Einn tók eftir einhverju sem annar tók ekki eftir o.s.f. Það að frásagnirnar séu öðruvísi hjálpar til við að fá skýrari mynd af því sem gerðist.

Lærisveinar Jesú viku aldrei frá frásögn sinni um að hafa hitt Jesú og séð hann eftir dauða hans og svokallaðrar upprisu. Jafnvel þótt þeir væru pyntaðir og drepnir á hrottalegan hátt viku þeir aldrei frá sögu sinni. Fæstir eru tilbúnir að láta lífið fyrir það sem þeir vita innst inni að er ekki satt. Hvað hefðu þeir grætt á að ljúga?

Þessi pistill er þriðji hluti af fjórum.

 1. Var Jesús til? Fyrsti hluti: Hvernig veistu það sem þú veist?
 2. Var Jesús til? Annar hluti: Heimildir utan Biblíunnar
 3. Var Jesús til? Þriðji hluti: Guðspjöllin í Nýja Testamentinu
 4. Var Jesús til? Fjórði hluti: Fræðasamfélagið og lokaorð

Höfundur: Margrét María Ágústsdóttir

Var Jesús til? Annar hluti: Heimildir utan Biblíunnar

Skrifað af Margrét María Ágústsdóttir. Posted in Pistlar

Margir halda að Biblían sé eina sagnfræðilega heimildin sem við höfum fyrir því að Jesús hafi verið til. Það er hins vegar ekki satt því það eru til miklu fleiri sagnfræðilegar heimildir um líf hans heldur en Biblían; bæði kristnar og ekki.

Tacitus er oft talinn einn mesti sagnaritari rómverja. Hann fæddist um árið 55 og hefur líklega dáið eftir árið 117. Í svokölluðum annálum sínum minnist hann á Jesú á þessa leið:

Af þeim sökum, til að losna við þennan orðróm, ásakaði Neró og beitti hörðum pyntingum flokk fólks sem hatað var fyrir viðurstygg sína, kallað “kristnir“ af almenningi. Kristur, en þaðan er nafnið dregið, hlaut hina endanlegu refsingu í stjórnartíð Tíberíusar af hendi Pontíusar Pílatusar. Ákaflega skaðleg hjátrú, því haldið í skefjum um þessar mundir, braust aftur út, ekki aðeins í Júdeu, helstu uppsprettu þessarar illsku, heldur einning í Róm þar sem viðbjóður og svívirða frá öllum hornum heimsins festir rætur og nær hylli.

Eins og lesa má fylgdi Tacitus greinilega ekki Jesú en samt minnist hann á hann og gefur meira að segja seinna í ritinu fína lýsingu á því hvernig lærisveinum Jesú og þeim sem honum fylgdu var refsað fyrir trú sína á hann.

Annar sagnaritari Plinius yngri, rómverskur landstjóri í Bithyníu, skrifaði ekki aðeins um Jesú heldur gaf í skyn að hann tryði að hann væri frelsarinn þ.e.a.s. sonur Guðs í bréfi sínu til Trajanusar keisara um árið 112. Þar lýsir hann því sem fylgjendur Jesú gerðu s.s. hittust á ákveðnum degi og sungu vers í lofsöngum til Drottins og söfnuðust síðan saman og neyttu matar – venjulegrar skaðlausar fæðu minnist hann sérstaklega á.

Til viðbótar má svo nefna þriðju aldar sagnaritarann Júlíus Africanus en hann vitnar í fyrstu aldar sagnaritarann Tallíus sem skrifaði um myrkrið sem skall á eftir krossfestingu Jesú og sagði það vera sólmyrkva. En Júlíus útskýrir vel af hverju það stenst ekki þar sem krossfesting Jesús var á allt öðrum tíma í göngu tunglsins þ.e.a.s. að sólmyrkvar verða þegar tunglið og sólin mætast en tunglið var langt frá því að vera fullt og hjá sólinni á þeim tíma mánaðar sem krossfestingin átti sér stað.

Þetta er annar hluti af fjórum.

 1. Var Jesús til? Fyrsti hluti: Hvernig veistu það sem þú veist?
 2. Var Jesús til? Annar hluti: Heimildir utan Biblíunnar
 3. Var Jesús til? Þriðji hluti: Guðspjöllin í Nýja Testamentinu
 4. Var Jesús til? Fjórði hluti: Fræðasamfélagið og lokaorð

Höfundur: Margrét María Ágústsdóttir

Var Jesús til? Fyrsti hluti: Hvernig veistu það sem þú veist?

Skrifað af Margrét María Ágústsdóttir. Posted in Pistlar

Ég hef alltaf haft gaman af góðum umræðum, bókum og ræðum þar sem fólk talar við hvert annað og ber saman kenningar og rökstyður mál sitt. Þegar ég verð eldri langar mig að verða góð í því að koma með sönn og góð rök og að kunna að leita að upplýsingum. Hér er tekist á við spurninguna: Var Jesús Kristur til sem manneskja? á sem einfaldastan hátt því þetta er mikilvæg og stór spurning sem allir ættu að velta einhverntíman fyrir sér. Aðeins verður talað um hvort hann hafi verið til. Ekki hver hann hafi verið. Það er umræða sem kemur upp þegar búið er að svara spurningunni um hvort hann hafi verið til yfirleitt. Því hvet ég ykkur kæru lesendur til þess að skoða vel það sem kemur fram í þessari ritgerð og halda áfram að velta þessari spurningu fyrir ykkur þó svo að lestrinum á henni ljúki. Einnig er ég ávallt tilbúin að svara spurningum ef þær vakna.

Ef þú ættir sannreyna hvort Vigdís Finnbogadóttir væri til hvernig myndir þú fara að því? Fyrsta leiðin væri kannski að fara inn á ja.is og hringja í eða heimsækja hana. En hvað hef hún væri dáin? Þá yrðir þú að tala við þá sem hittu hana, til dæmis börnin hennar eða vini. En hvað ef allt fólkið sem hitti hana væri líka dáið? Það flækir málið aðeins. En þá þyrftir þú að leita í bækur og heimildir um hana annað hvort eftir hana sjálfa eða þá sem hittu hana. Annar möguleiki væri svo að tala við þá sem þekktu þá sem hittu Vigdísi! Svoleiðis virkar það þegar við ætlum að sannreyna að eitthvað hafi gerst eða að eitthver hafi verið til. Fræðingar glugga til dæmis í gömlum handritum og skoða fornleifastaði ef þeir vilja sannreyna eitthvað.

En þó að þú gerir þetta allt er ekki þar með talið að hún hafi verið til. Hvernig veistu að þau sem þú talaðir við séu að segja satt? Og hvernig sannar þú að ritin og bækurnar séu trúverðugar? Allt þetta þarf að hafa í huga þegar við heyrum kenningar eða kynnum okkur efni. Við viljum vera viss um að það sem okkur er sagt sé satt er það ekki? Oft virðist það samt gleymast þegar fólk talar um hluti sem varða t.d. vald og trú. Til dæmis eiga fjölmiðlar það til að ýkja og breyta sögum til þess að þær hljómi merkilegri. Þá fá þeir meiri athygli. Eins er í stjórnmálum. Allstaðar þar sem fólk hefur tækifæri til þess að áhrif á skoðanir annars fólks eru einhverjir sem nýta sér vald og stöðu til þess að koma upplýsingum til fólks sem eru ekki alveg sannar og stundum bara algjört bull! Alltof oft gleymist að kanna trúverðugleika kenninga og muna að horfa á staðreyndir í stað þess að trúa öllu sem sagt er.

Þegar við nú skoðum það hvort Jesús hafi verið til verðum við að nota sömu leiðir. Við getum ekki hringt í hann og bæði hann og allir sem þekktu hann eru dáin (reyndar trúa kristnir því að Jesús hafi risið upp og lifi í dag, en það er útfyrir umfang þessarar ritgerðar). Þá leitum við í gömul handrit, bæði Bilblíuna og önnur. Svo tölum við við fræðinga sem vita meira um málið en við og geta fært sönn rök fyrir máli sínu.

Þannig lærum við og getum verið viss um að það sem við vitum sé satt.

Þetta er fyrsti hluti af fjórum.

 1. Var Jesús til? Fyrsti hluti: Hvernig veistu það sem þú veist?
 2. Var Jesús til? Annar hluti: Heimildir utan Biblíunnar
 3. Var Jesús til? Þriðji hluti: Guðspjöllin í Nýja Testamentinu
 4. Var Jesús til? Fjórði hluti: Fræðasamfélagið og lokaorð

Höfundur: Margrét María Ágústsdóttir

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Skylt efni

Hvítasunnukirkjan á Selfossi