Á hverjum miðvikudegi birtist nýr pistill. Sendu okkur línu ef þú ert með hugmynd að pistli eða ef þú ert með spurningu sem mætti svara með pistli.

Var Jesús til? Fjórði hluti: Fræðasamfélagið og lokaorð

Skrifað af Margrét María Ágústsdóttir. Posted in Pistlar

Hvað finnst fræðingunum í heiminum í dag um Jesú? Trúa þeir að hann hafi verið til?

Gary Habermas er fæddur 28.júní árið 1950 og á heima í Detroit, Michigan U.S.A. Hann er bandarískur sagnfræðingur, fræðimaður í Nýja Testamentinu og heimspekingur. Þegar Gary var doktorsnemi við Michigan State háskólann ákvað hann að skrifa doktorsverkefnið sitt um upprisu Jesú Krists. Hann tók því saman og rannsakaði það sem rúmlega 2200 fræðimenn um allan heim hafa skrifað um þetta efni síðan 1975 til dagsins í dag. Óháð því hvort þeir eru efasemdarmenn, guðleysingjar, kristnir, búddistar eða eitthvað annað. Og það sem mikill meirihluti eða 80-90% þessara fræðinga voru sannfærðir um eru eftirfarandi fimm staðreyndir varðandi Jesú Krist. Þeir eru ekki sammála um hver Jesús var heldur aðeins að hann var til:

 1. Jesús var til og hann var tekinn af lífi af rómverjum. Það er sagnfræðileg staðreynd sem lang flestir fræðingar í dag eru sammála um. Svo margar heimildir eru til um þetta og langflestir fræðingar frá ýmsum trúarbrögðum í nútímanum eru sannfærðir um þetta svo ef maður heldur öðru fram en þessu má segja að maður sé í mótsögn við fræðasamfélag nútímans.
 2. Gröfin þar sem Jesús var grafinn var fundin tóm.
 3. Lærisveinarnir voru sannfærðir um að Jesú hefði birst þeim og margir þeirra létu lífið fyirir það.
 4. Sál frá Tarsus sem ofsótti kristna tók 180 gráðu beygju og varð einn helsti predikari kirkjunnar.
 5. Fréttir um að Jesús hefði risið upp frá dauðum og að gröfin væri tóm fóru að berast út bara örfáum dögum eftir að það gerðist.

Þessar staðreyndir eru langflestir fræðingar í dag sannfærðir um.

Lokaorð

Í þessum fjórum pistlum (sjá hér fyrir neðan) hefur verið fjallað um hvernig við getum vitað að hlutir eru sannir og hvort að þeir sem skrifuðu guðspjöllin hafi verið að segja satt. Við höfum skoðað heimildir bæði í Biblíunni og utan hennar og heyrt hvað fræðingar hafa að segja um þetta.

Lokaniðurstaðan er því þessi. Jesús Kristur var til og gekk um á þessari jörðu fyrir u.þ.b. 2018 árum síðan. Hvernig stendur þá á því að svona margt fólk trúir því að Jesús hafi ekki verið til? Það eru til svo margar heimildir og langflestir fræðingar eru sammála um að hann hafi verið til hvort sem hann var Guð eða ekki. Kannski er það skortur á upplýsingum og upplýsingamiðlun um þetta til fólks. Vonandi á það eftir að breytast. Og vonandi hafið þið kæru lesendur notið lestursins á þessum pistlum jafn vel og mér fannst að skrifa þá.

Þetta er fjórði hluti af fjórum.

 1. Var Jesús til? Fyrsti hluti: Hvernig veistu það sem þú veist?
 2. Var Jesús til? Annar hluti: Heimildir utan Biblíunnar
 3. Var Jesús til? Þriðji hluti: Guðspjöllin í Nýja Testamentinu
 4. Var Jesús til? Fjórði hluti: Fræðasamfélagið og lokaorð

Höfundur: Margrét María Ágústsdóttir

Var Jesús til? Þriðji hluti: Guðspjöllin í Nýja Testamentinu

Skrifað af Margrét María Ágústsdóttir. Posted in Pistlar

Hvernig vitum við að þeir sem skrifuðu nýja testamenntið í Biblíunni sögðu satt? Sáu þeir og töluðu við Jesú í raun og veru? Þegar vantar svar við svona spurningum er James Warner Wallace sá fyrsti sem kemur í hugann. Hann er kristinn rannsóknarlögreglumaður frá Los Angeles á eftirlaunum. James sérhæfði sig í rannsóknum á gömlum morðmálum svo hann var mikið í því að skoða staðhæfingar vitna sem voru sagðar fyrir mörgum árum og komast að því hvort vitnin sögðu satt eða ekki. Þannig komst hann að því hvernig morðið átti sér stað með því að skoða ólík sjónarhorn vitna. Í sjónvarpsþáttum og bíómyndum eru gömul morðmál oft leyst með DNA sýnum en eins og James segir var ekki eitt mál á öllum hans starfsferli leyst þannig.

En hvernig hjálpar hann okkur að svara spurningunum? Jú, hann skoðaði nefnilega guðspjöllin í Nýja Testamenntinu (sem innihalda frásagnir af lífi Jesú, dauða og upprisu) eins og hann myndi skoða hverja aðra réttaryfirlýsingu. Hann segir í myndinni Guð er ekki dáinn 2 (þar sem hann leikur sjálfan sig) að á nokkrum mánuðum komst hann að því að guðspjöllin fjögur sem innihalda ólík sjónarhorn frá mismunandi sjónarvottum eru sönn. Það er að segja, Matteus, Markús, Lúkas og Jóhannes sögðu satt frá. Margir halda kannski að það sé ekki hægt að taka mark á honum vegna þess að hann er kristinn. Trúði hann ekki á Jesú? Þá var hann ekki hlutlaus þegar hann hóf rannsóknina er það nokkuð? Málið er nefnilega það að hann var guðleysingi þegar hann byrjaði að skoða guðspjöllin. Hann var viss um að þau væru ósönn en varð trúaður þegar hann sá að guðspjöllin voru sönn.

Í myndinni gefur hann líka góð rök þegar hann er spurður hvort það sé ekki satt að guðspjöllin séu mjög misjöfn í því sem þau segja frá. Hann útskýrir að það sé einmitt það sem ætti að reikna með. Það er ávallt dálítið mismunandi hvernig sjónarvottar minnast atburða því sjónarvottarnir sjálfir eru ólíkir. Þeir voru staddir á mismunandi stöðum þegar atburðir áttu sér stað og þeir upplifðu atburðina ólíkt. Einn tók eftir einhverju sem annar tók ekki eftir o.s.f. Það að frásagnirnar séu öðruvísi hjálpar til við að fá skýrari mynd af því sem gerðist.

Lærisveinar Jesú viku aldrei frá frásögn sinni um að hafa hitt Jesú og séð hann eftir dauða hans og svokallaðrar upprisu. Jafnvel þótt þeir væru pyntaðir og drepnir á hrottalegan hátt viku þeir aldrei frá sögu sinni. Fæstir eru tilbúnir að láta lífið fyrir það sem þeir vita innst inni að er ekki satt. Hvað hefðu þeir grætt á að ljúga?

Þessi pistill er þriðji hluti af fjórum.

 1. Var Jesús til? Fyrsti hluti: Hvernig veistu það sem þú veist?
 2. Var Jesús til? Annar hluti: Heimildir utan Biblíunnar
 3. Var Jesús til? Þriðji hluti: Guðspjöllin í Nýja Testamentinu
 4. Var Jesús til? Fjórði hluti: Fræðasamfélagið og lokaorð

Höfundur: Margrét María Ágústsdóttir

Var Jesús til? Annar hluti: Heimildir utan Biblíunnar

Skrifað af Margrét María Ágústsdóttir. Posted in Pistlar

Margir halda að Biblían sé eina sagnfræðilega heimildin sem við höfum fyrir því að Jesús hafi verið til. Það er hins vegar ekki satt því það eru til miklu fleiri sagnfræðilegar heimildir um líf hans heldur en Biblían; bæði kristnar og ekki.

Tacitus er oft talinn einn mesti sagnaritari rómverja. Hann fæddist um árið 55 og hefur líklega dáið eftir árið 117. Í svokölluðum annálum sínum minnist hann á Jesú á þessa leið:

Af þeim sökum, til að losna við þennan orðróm, ásakaði Neró og beitti hörðum pyntingum flokk fólks sem hatað var fyrir viðurstygg sína, kallað “kristnir“ af almenningi. Kristur, en þaðan er nafnið dregið, hlaut hina endanlegu refsingu í stjórnartíð Tíberíusar af hendi Pontíusar Pílatusar. Ákaflega skaðleg hjátrú, því haldið í skefjum um þessar mundir, braust aftur út, ekki aðeins í Júdeu, helstu uppsprettu þessarar illsku, heldur einning í Róm þar sem viðbjóður og svívirða frá öllum hornum heimsins festir rætur og nær hylli.

Eins og lesa má fylgdi Tacitus greinilega ekki Jesú en samt minnist hann á hann og gefur meira að segja seinna í ritinu fína lýsingu á því hvernig lærisveinum Jesú og þeim sem honum fylgdu var refsað fyrir trú sína á hann.

Annar sagnaritari Plinius yngri, rómverskur landstjóri í Bithyníu, skrifaði ekki aðeins um Jesú heldur gaf í skyn að hann tryði að hann væri frelsarinn þ.e.a.s. sonur Guðs í bréfi sínu til Trajanusar keisara um árið 112. Þar lýsir hann því sem fylgjendur Jesú gerðu s.s. hittust á ákveðnum degi og sungu vers í lofsöngum til Drottins og söfnuðust síðan saman og neyttu matar – venjulegrar skaðlausar fæðu minnist hann sérstaklega á.

Til viðbótar má svo nefna þriðju aldar sagnaritarann Júlíus Africanus en hann vitnar í fyrstu aldar sagnaritarann Tallíus sem skrifaði um myrkrið sem skall á eftir krossfestingu Jesú og sagði það vera sólmyrkva. En Júlíus útskýrir vel af hverju það stenst ekki þar sem krossfesting Jesús var á allt öðrum tíma í göngu tunglsins þ.e.a.s. að sólmyrkvar verða þegar tunglið og sólin mætast en tunglið var langt frá því að vera fullt og hjá sólinni á þeim tíma mánaðar sem krossfestingin átti sér stað.

Þetta er annar hluti af fjórum.

 1. Var Jesús til? Fyrsti hluti: Hvernig veistu það sem þú veist?
 2. Var Jesús til? Annar hluti: Heimildir utan Biblíunnar
 3. Var Jesús til? Þriðji hluti: Guðspjöllin í Nýja Testamentinu
 4. Var Jesús til? Fjórði hluti: Fræðasamfélagið og lokaorð

Höfundur: Margrét María Ágústsdóttir

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Skylt efni

Hvítasunnukirkjan á Selfossi