Abraham - Faðir trúarinnar

Skrifað af Aron Hinriksson. Posted in Pistlar

Abraham

Ýmindaðu þér mann á áttræðisaldri í fornöld sem finnst hann heyra frá Guði sem hann þó veit ekkert um. Skilaboðin ganga út á að ferðast á ókunnar slóðir langt í burtu ásamt fjölskyldu sinni til þess að taka á móti loforði Guðs. Maðurinn, Abraham leggur af stað í trausti þess að það sem hann heyrði væri sannleikur. - Og svo reynist vera og Abraham varð í kjölfarið á endanum faðir gyðingaþjóðarinnar.

Við búum við þann veruleika að við getum vitað miklu meira um Guð en Abraham gerði. Við getum lesið bækur, hlustað á kennslur og fengið upplýsingar héðan og þaðan. Það leiðir þó ekki endilega til þess að við treystum frekar. Raunar er það svo að margir leita meira í öryggi þess sem þeir sjá í kringum sig eftir því sem tíminn líður og treysta Guði um leið minna. Þetta gerist þrátt fyrir að Guð hafi aftur og aftur reynst trúfastur.

Margir eiga auðvelt með að treysta Guði þegar þeir hafa ekkert annað og sjá hann þá starfa á ótrúlegan hátt. Þegar hinsvegar við höfum betri fjárhag og öryggisnet í kringum okkar getur orðið auðveldara að treysta á það, og minna á Guð.

Um leið er hætt við að við förum á mis við áætlun Guðs og stundum, stóra hluti sem Guð vill vinna í gegnum líf okkar. Trú er að fara af stað án þess að vita nákvæmlega hvernig endirinn verður, vitandi að Guð er stærri en aðstæðurnar.

Megir þú eiga hugrekki til þess að treysta Guði fyrir öllu þínu lífi, allt þitt líf.

Þessi pistill er hluti af predikunarseríu sem heitir AbrahamAron Hinriksson er höfundur þessa pistils, smelltu hér til að horfa eða hlusta á predikun frá honum um þetta efni.

Umræðuspurningar fyrir heimahópa

  1. Hafa verið tímabil í þínu lífi þar sem þú treystir Guði meira en þú gerir í dag?
  2. Hvernig finnst þér tilhugsunin um að leggja allt líf þitt í Guðs hendur þannig að hann ráði allri þinni vegferð?
  3. Hvaða áþreifanlegu skref getur þú tekið í dag til þess að ganga fram í trú og trausti á Guði?

Hlusta á kennslu

Pin It

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi