Frá eftirsjá til eftirvæntingar
Hefur þú gert eða sagt eitthvað sem þú sást svo eftir? Hafa orð þín eða athafnir sært aðra, einnig þá sem þú elskar, og þetta angraði þig? Hefur þú upplifað sekt eða slæma samvisku yfir einhverju sem þú gerðir eða gerðir ekki?
Eftirsjá getur verið þrúgandi. Sumir lifa í eftirsjá árum saman eða jafnvel í áratugi. Eftirsjá getur haldið áfram og vaxið í það óendanlega. Eftirsjá í þessu lífi er nógu erfið, en ímyndaðu þér eftirsjá sem varir um eilífð og vex stöðugt, étur sig í sálina og það er engin undankoma.
Guð hefur gefið okkur leið til að losna við eftirsjá. Þessi leið læknar sársaukann af gjörðum okkar gagnvart öðru fólki og gagnvart Guði. Þessi leið heitir iðrun. Iðrun er ekki vera leiður yfir mistökum sínum heldur umbreyting í hjarta okkar sem leiðir til lækningar og líf vonar og eftirvæntingar.
Efesusbréfið 2:8-9 segir: Því að af náð eruð þið hólpin orðin fyrir trú. Þetta er ekki ykkur að þakka. Það er Guðs gjöf. Ekki byggt á verkum, enginn skal geta miklast af því.
Eins og trú er gjöf þá er iðrun líka gjöf frá Guði. Góðu fréttirnar eru þær að við getum beðið Guð um slíka gjöf. Þetta er ekki eitthvað sem við getum framkallað á eigin spýtur heldur gjöf frá Guði.
Í spádómsbók Jesaja, kafla 45 og versi 22 segir: Snúið yður til mín og látið frelsast, þér gjörvöll endimörk jarðarinnar, því að ég er Guð og enginn annar. (Biblían útgáfa 1981)
Hér eru nokkur hagnýt ráð varðandi iðrun byggt á þessu versi úr Jesaja og orðinu SNÚA:
-
Snúa:
Iðrun er að snúa sér, eins og fyrsta orðið í þessu versi segir. Að snúa sér er að stefnubreyting, hætta að ganga í eina átt og byrja að ganga í aðra. -
Nei:
Iðrun er að segja nei við því sem Guð segir að sé rangt. Þannig viðurkennum við að Guð sé Guð og að munurinn á réttu og röngu sé lína sem liggur beint upp til hans. -
Útilokað:
Það er útilokað að eiga sanna iðrun án Guðs. Við erum öll með blindan blett sem við getum ekki séð á eigin spýtur. -
Algjör:
Sönn iðrun er algjör til Guðs. Það er hægt að vera hryggur yfir mistökum sínum án þess að stíga inn í sanna iðrun. Slík hryggð gerir ekkert fyrir okkur (sjá 2Kor 7:9-10).
Ágúst Valgarð Ólafsson predikaði um iðrun og að SNÚA 21.ágúst 2016.
Fögnum bata er 12 spora starf sem hjálpar okkur að gera upp líf okkar skref fyrir skref í gegnum sanna iðrun.