Lífið er langhlaup, höldum kúrsinn

Skrifað af Ágúst Valgarð Ólafsson. Posted in Pistlar

Lífið er langhlaup. Fyrir kristinn einstakling er mikilvægt að halda kúrsinn en berast ekki af leið.

Í 2Ti 1:1-14 kemur það þema að varðveita eða halda kúrsinn fyrir a.m.k. 7 sinnum:

  • v5 hún býr líka í þér - trúin hefur varðveist yfir ættliði í fjölskyldu Tímóteusar. Í orðunum liggur að slík hræsnislaus trú búi ekki endilega í öllum heldur mótist líka af þeim sem fóru á undan okkur. Trúfesti okkar hefur því áhrif á okkar börn.
  • v6 glæða - ekki aðeins að varðveita heldur að fara vaxandi
  • v7 hugrekki, máttur og stilling - þetta er a.m.k. að halda ró sinni þegar á gefur
  • v8 fyrirverða sig ekki en þola illt - afbrigði af að varðveita og standa stöðugur
  • v12 varðveita það sem mér er trúað fyrir
  • v13 stattu stöðugur
  • v14 varðveittu hið góða

Varðveisla er þannig eitt megin stefið í þessum texta. Lykillinn þar er hjálp heilags anda. T.d. vers 6, 12 og 14 undirstrika að heilagur andi er sterkasta aflið til að hjálpa okkur að varðveita. Spurningin er því: Hvernig hlúum við best að heilögum anda sem í okkur býr? Þannig gengur okkur vel að varðveita það sem okkur er trúað fyrir og halda kúrsinn.

Þrjú ráð til að hlúa að heilögum anda í lífi okkar (ekki tæmandi listi):

  • Tungutal: Tungutal er eina náðargjöfin sem hefur það loforð að byggja upp þann sem notar gjöfina (sjá 1Kor 14:4). Ef þú átt ekki tungutal skaltu sækjast eftir því. Ef þú átt tungutal skaltu læra að ástunda það að biðja í tungum (Ef 6:18). Sá sem biður í tungum er að leyfa anda Guðs að biðja í sér (sjá t.d. Mat 10:20, Gal 4:6).
  • Hlúðu að sambandi þínu við heilagan anda. Guð hefur gefið okkur heilagan anda sem okkar persónulega þjálfara og leiðbeinanda (sjá Jóh 14:26, Jóh 16:13, 2Kor 13:14, Fil 2:1).
  • Hlýðni: Heilagur andi gefur kraft þeim sem lýtur leiðsögn hans, þeim sem gerir það sem heilagur andi vill gera en hryggir hann ekki (Ef 4:30, 1Þess 5:19-22, Post 7:51, Post 4:33, Róm 15:18-19).

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að hlusta/horfa á Ágúst Valgarð predika um þetta efni.

Pin It

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Skylt efni

Hvítasunnukirkjan á Selfossi