Trú okkar

Trú okkar er: Jesús er Drottinn (1. Korintubréf 12:3). Kenningar Hvítasunnukirkjunnar eru:
 • Við trúum að Biblían, Heilög ritning, sé innblásin, óskeikul, óvéfengjanleg og myndugt orð Guðs. (2. Tímóteusarbréf 3:16).
 • Við trúum á einn Guð, sem eilíflega er til í persónum Heilagrar þrenningar (1. Jóhannesarbréf 5:7-8).
 • Við trúum á meyjarfæðingu Drottins Jesú Krists, að Guðdómur hans hafi verið ótakmarkaður, að mannlíf hans hafi verið syndlaust og fullkomið. (Lúkas 1:35).
 • Við trúum að friðþægingardauði Jesú á Golgata sé fullnægjandi að eilífu fyrir alla iðrandi menn. (Jóhannes 3:16).
 • Við trúum líkamlegri upprisu Jesú frá dauðum, uppstigningu hans til hægri handar föðurins á himni (Jóhannes 20:20).
 • Við trúum persónulegri endurkomu Jesú, þegar hann hrífur brúði sína til fundar við sig í loftinu, og að eftir það muni hann stíga niður á Olíufjallið og stofnsetja þúsund ára friðarríki hér á jörð. (Postulasagan 1:11).
 • Við trúum að í vændum sé Nýr himinn og Ný jörð, þar sem hið fyrra er horfið og hafið ekki lengur til ( Opinberunarbókin 21:1).
 • Við trúum að réttlæting af synd sé dómgjörð Guðs og eingöngu byggð á friðþægingarverki Jesú Krists. Við trúum að endurfæðing fyrir kraft Heilags anda sé algjör nauðsyn til persónulegrar endurlausnar (Rómverjabréfið 3:24; Jóhannes 3:3).
 • Við trúum á gildi helgaðs og guðrækilegs lífernis.
 • Við trúum á raunveruleika skírnar í Heilögum anda og eldi fyrir daginn í dag. Að náðargjafir Heilags anda séu gefnar til þjónustu í söfnuðinum, þar á meðal yfirskilvitleg lækning Drottins fyrir líkama mannsins (1. Pétursbréf 2:24).
 • Við trúum á Drottinvald Jesú yfir söfnuðinum. Virt sé framkvæmd skírnar með niðurdýfingu í vatn í nafni Heilagrar þrenningar, til Jesú Krists. Ekki skulu aðrir en endurfæddir skírast. Kvöldmáltíð Drottins er fyrir þá sem eru endurfæddir. (Kólossubréfið 1:18; 1. Korintubréf 12:13; Matteus 28:19)
 • Við trúum á eilífa blessun hinna endurleystu á himni og eilífa refsingu hinna óendurfæddu í eldsdíki (Matteus 25:46).
 • Pin It

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi