Á hverjum miðvikudegi birtist nýr pistill. Sendu okkur línu ef þú ert með hugmynd að pistli eða ef þú ert með spurningu sem mætti svara með pistli.

Var Jesús til? Fyrsti hluti: Hvernig veistu það sem þú veist?

Skrifað af Margrét María Ágústsdóttir. Posted in Pistlar

Ég hef alltaf haft gaman af góðum umræðum, bókum og ræðum þar sem fólk talar við hvert annað og ber saman kenningar og rökstyður mál sitt. Þegar ég verð eldri langar mig að verða góð í því að koma með sönn og góð rök og að kunna að leita að upplýsingum. Hér er tekist á við spurninguna: Var Jesús Kristur til sem manneskja? á sem einfaldastan hátt því þetta er mikilvæg og stór spurning sem allir ættu að velta einhverntíman fyrir sér. Aðeins verður talað um hvort hann hafi verið til. Ekki hver hann hafi verið. Það er umræða sem kemur upp þegar búið er að svara spurningunni um hvort hann hafi verið til yfirleitt. Því hvet ég ykkur kæru lesendur til þess að skoða vel það sem kemur fram í þessari ritgerð og halda áfram að velta þessari spurningu fyrir ykkur þó svo að lestrinum á henni ljúki. Einnig er ég ávallt tilbúin að svara spurningum ef þær vakna.

Ef þú ættir sannreyna hvort Vigdís Finnbogadóttir væri til hvernig myndir þú fara að því? Fyrsta leiðin væri kannski að fara inn á ja.is og hringja í eða heimsækja hana. En hvað hef hún væri dáin? Þá yrðir þú að tala við þá sem hittu hana, til dæmis börnin hennar eða vini. En hvað ef allt fólkið sem hitti hana væri líka dáið? Það flækir málið aðeins. En þá þyrftir þú að leita í bækur og heimildir um hana annað hvort eftir hana sjálfa eða þá sem hittu hana. Annar möguleiki væri svo að tala við þá sem þekktu þá sem hittu Vigdísi! Svoleiðis virkar það þegar við ætlum að sannreyna að eitthvað hafi gerst eða að eitthver hafi verið til. Fræðingar glugga til dæmis í gömlum handritum og skoða fornleifastaði ef þeir vilja sannreyna eitthvað.

En þó að þú gerir þetta allt er ekki þar með talið að hún hafi verið til. Hvernig veistu að þau sem þú talaðir við séu að segja satt? Og hvernig sannar þú að ritin og bækurnar séu trúverðugar? Allt þetta þarf að hafa í huga þegar við heyrum kenningar eða kynnum okkur efni. Við viljum vera viss um að það sem okkur er sagt sé satt er það ekki? Oft virðist það samt gleymast þegar fólk talar um hluti sem varða t.d. vald og trú. Til dæmis eiga fjölmiðlar það til að ýkja og breyta sögum til þess að þær hljómi merkilegri. Þá fá þeir meiri athygli. Eins er í stjórnmálum. Allstaðar þar sem fólk hefur tækifæri til þess að áhrif á skoðanir annars fólks eru einhverjir sem nýta sér vald og stöðu til þess að koma upplýsingum til fólks sem eru ekki alveg sannar og stundum bara algjört bull! Alltof oft gleymist að kanna trúverðugleika kenninga og muna að horfa á staðreyndir í stað þess að trúa öllu sem sagt er.

Þegar við nú skoðum það hvort Jesús hafi verið til verðum við að nota sömu leiðir. Við getum ekki hringt í hann og bæði hann og allir sem þekktu hann eru dáin (reyndar trúa kristnir því að Jesús hafi risið upp og lifi í dag, en það er útfyrir umfang þessarar ritgerðar). Þá leitum við í gömul handrit, bæði Bilblíuna og önnur. Svo tölum við við fræðinga sem vita meira um málið en við og geta fært sönn rök fyrir máli sínu.

Þannig lærum við og getum verið viss um að það sem við vitum sé satt.

Þetta er fyrsti hluti af fjórum.

  1. Var Jesús til? Fyrsti hluti: Hvernig veistu það sem þú veist?
  2. Var Jesús til? Annar hluti: Heimildir utan Biblíunnar
  3. Var Jesús til? Þriðji hluti: Guðspjöllin í Nýja Testamentinu
  4. Var Jesús til? Fjórði hluti: Fræðasamfélagið og lokaorð

Höfundur: Margrét María Ágústsdóttir

Guð notar mistök okkar

Skrifað af Þorsteinn Jóhannesson. Posted in Pistlar

Abraham er ein af lykilpersónum Biblíunnar og er oft talað um hann sem föður trúarinnar. Ástæða þess er að hann trúði að það væri satt sem Guð hafði lofað honum og hann framkvæmdi eftir því. Þó að Abraham tryði því sem Guð lofaði honum þá kom samt fyrir að hann efaðist og tók málin í sínar eigin hendur og fyrir vikið lenti hann í vandræðum. En það góða var að Guð bjargaði honum úr þeim vandræðum sem hann kom sér í og ekki bara það heldur notaði Guð mistök Abrahams til að kenna honum að treysta sér.

Ef Abraham gerði mistök á trúargöngu sinni þá tel ég nokkuð víst að við gerum mistök á okkar göngu. Í sjálfu sér er eðlilegt að gera mistök, sérstaklega þegar við erum ung í trúnni og Guð mun nota mistök okkar til að kenna okkur að treysta sér en það er ekki eðlilegt að vera alltaf að gera sömu mistökin.

Eins og Abraham lærði af sínum mistökum þurfum við einnig að læra af okkar að treysta Guði. Guð er góður Guð sem fyrirgefur okkur þegar okkur verður á en hann ætlast ekki til að við séum alltaf að gera sömu mistökin eða alltaf að falla fyrir því sama. Heldur vill hann að við lærum að treysta honum og að við gerum það sem heldur okkur frá mistökum og falli. En það er einungis eitt sem getur varnað því að við gerum mistök á trúargöngu okkar en það er að hafa nærveru Guðs í lífi okkar með því að eiga daglega stund með Guði þar sem við bæði tölum við Hann og lesum í Biblíunni. Það er bara nærvera Guðs í lífi okkar sem getur varnað því að við gerum mistök eða föllum á trúargöngu okkar.

 

Íhugun og framkvæmd

  1. Jesús kallar okkur öll til að fylgja sér ert þú að fylgja þeirri köllun með því að biðja og lesa í Biblíunni daglega?
  2. Hefur þú gert mistök sem Guð hefur notað til að kenna þér að treysta Honum?
  3. Hefur þú upplifað að Guð hafi blessað þig á einhvern hátt þrátt fyrir að þú hafir gert mistök?
  4. Finnst þér Guð hafa kallað þig til einhvers ákveðins hlutverks, ef svo er hvert er hlutverkið?

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að hlusta/horfa á Þorstein Jóhannesson predika um efni þessa pistils.

Abraham - Faðir trúarinnar

Skrifað af Aron Hinriksson. Posted in Pistlar

Abraham

Ýmindaðu þér mann á áttræðisaldri í fornöld sem finnst hann heyra frá Guði sem hann þó veit ekkert um. Skilaboðin ganga út á að ferðast á ókunnar slóðir langt í burtu ásamt fjölskyldu sinni til þess að taka á móti loforði Guðs. Maðurinn, Abraham leggur af stað í trausti þess að það sem hann heyrði væri sannleikur. - Og svo reynist vera og Abraham varð í kjölfarið á endanum faðir gyðingaþjóðarinnar.

Við búum við þann veruleika að við getum vitað miklu meira um Guð en Abraham gerði. Við getum lesið bækur, hlustað á kennslur og fengið upplýsingar héðan og þaðan. Það leiðir þó ekki endilega til þess að við treystum frekar. Raunar er það svo að margir leita meira í öryggi þess sem þeir sjá í kringum sig eftir því sem tíminn líður og treysta Guði um leið minna. Þetta gerist þrátt fyrir að Guð hafi aftur og aftur reynst trúfastur.

Margir eiga auðvelt með að treysta Guði þegar þeir hafa ekkert annað og sjá hann þá starfa á ótrúlegan hátt. Þegar hinsvegar við höfum betri fjárhag og öryggisnet í kringum okkar getur orðið auðveldara að treysta á það, og minna á Guð.

Um leið er hætt við að við förum á mis við áætlun Guðs og stundum, stóra hluti sem Guð vill vinna í gegnum líf okkar. Trú er að fara af stað án þess að vita nákvæmlega hvernig endirinn verður, vitandi að Guð er stærri en aðstæðurnar.

Megir þú eiga hugrekki til þess að treysta Guði fyrir öllu þínu lífi, allt þitt líf.

Þessi pistill er hluti af predikunarseríu sem heitir AbrahamAron Hinriksson er höfundur þessa pistils, smelltu hér til að horfa eða hlusta á predikun frá honum um þetta efni.

Umræðuspurningar fyrir heimahópa

  1. Hafa verið tímabil í þínu lífi þar sem þú treystir Guði meira en þú gerir í dag?
  2. Hvernig finnst þér tilhugsunin um að leggja allt líf þitt í Guðs hendur þannig að hann ráði allri þinni vegferð?
  3. Hvaða áþreifanlegu skref getur þú tekið í dag til þess að ganga fram í trú og trausti á Guði?

Hlusta á kennslu

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Skylt efni

Hvítasunnukirkjan á Selfossi