Var Jesús til? Fjórði hluti: Fræðasamfélagið og lokaorð

Skrifað af Margrét María Ágústsdóttir. Posted in Pistlar

Hvað finnst fræðingunum í heiminum í dag um Jesú? Trúa þeir að hann hafi verið til?

Gary Habermas er fæddur 28.júní árið 1950 og á heima í Detroit, Michigan U.S.A. Hann er bandarískur sagnfræðingur, fræðimaður í Nýja Testamentinu og heimspekingur. Þegar Gary var doktorsnemi við Michigan State háskólann ákvað hann að skrifa doktorsverkefnið sitt um upprisu Jesú Krists. Hann tók því saman og rannsakaði það sem rúmlega 2200 fræðimenn um allan heim hafa skrifað um þetta efni síðan 1975 til dagsins í dag. Óháð því hvort þeir eru efasemdarmenn, guðleysingjar, kristnir, búddistar eða eitthvað annað. Og það sem mikill meirihluti eða 80-90% þessara fræðinga voru sannfærðir um eru eftirfarandi fimm staðreyndir varðandi Jesú Krist. Þeir eru ekki sammála um hver Jesús var heldur aðeins að hann var til:

  1. Jesús var til og hann var tekinn af lífi af rómverjum. Það er sagnfræðileg staðreynd sem lang flestir fræðingar í dag eru sammála um. Svo margar heimildir eru til um þetta og langflestir fræðingar frá ýmsum trúarbrögðum í nútímanum eru sannfærðir um þetta svo ef maður heldur öðru fram en þessu má segja að maður sé í mótsögn við fræðasamfélag nútímans.
  2. Gröfin þar sem Jesús var grafinn var fundin tóm.
  3. Lærisveinarnir voru sannfærðir um að Jesú hefði birst þeim og margir þeirra létu lífið fyirir það.
  4. Sál frá Tarsus sem ofsótti kristna tók 180 gráðu beygju og varð einn helsti predikari kirkjunnar.
  5. Fréttir um að Jesús hefði risið upp frá dauðum og að gröfin væri tóm fóru að berast út bara örfáum dögum eftir að það gerðist.

Þessar staðreyndir eru langflestir fræðingar í dag sannfærðir um.

Lokaorð

Í þessum fjórum pistlum (sjá hér fyrir neðan) hefur verið fjallað um hvernig við getum vitað að hlutir eru sannir og hvort að þeir sem skrifuðu guðspjöllin hafi verið að segja satt. Við höfum skoðað heimildir bæði í Biblíunni og utan hennar og heyrt hvað fræðingar hafa að segja um þetta.

Lokaniðurstaðan er því þessi. Jesús Kristur var til og gekk um á þessari jörðu fyrir u.þ.b. 2018 árum síðan. Hvernig stendur þá á því að svona margt fólk trúir því að Jesús hafi ekki verið til? Það eru til svo margar heimildir og langflestir fræðingar eru sammála um að hann hafi verið til hvort sem hann var Guð eða ekki. Kannski er það skortur á upplýsingum og upplýsingamiðlun um þetta til fólks. Vonandi á það eftir að breytast. Og vonandi hafið þið kæru lesendur notið lestursins á þessum pistlum jafn vel og mér fannst að skrifa þá.

Þetta er fjórði hluti af fjórum.

  1. Var Jesús til? Fyrsti hluti: Hvernig veistu það sem þú veist?
  2. Var Jesús til? Annar hluti: Heimildir utan Biblíunnar
  3. Var Jesús til? Þriðji hluti: Guðspjöllin í Nýja Testamentinu
  4. Var Jesús til? Fjórði hluti: Fræðasamfélagið og lokaorð

Höfundur: Margrét María Ágústsdóttir

Pin It

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi