Á hverjum miðvikudegi birtist nýr pistill. Sendu okkur línu ef þú ert með hugmynd að pistli eða ef þú ert með spurningu sem mætti svara með pistli.

Traust sjálfsmynd í Guði læknar stolt

Skrifað af Dagbjört Eiríksdóttir. Posted in Pistlar

Vissir þú að Guð hefur ákveðinn draum og örlög fyrir líf þitt? Því miður er það svo að margir eru á þeim að stað að lifa með draumum sínum í stað þess að lifa það sem Guð ætlar þeim. Lykill þess að þekkja þau örlög sem Guð ætlar þér er að þekkja Guð. Hann er sá eini sem getur bæði opinberað og uppfyllt það sem er þitt.

Að þekkja Guð er lykill að draumi Guðs fyrir líf okkar

Það eina sem getur hindrað það að Guð leysi þig að fullu út í áætlun sína er karakter þinn. Andlegt heilbrigði er það sem þarf til að bera til að standa fyllilega undir því sem hann ætlar þér, það er alltaf stærra, meira og betra en þú getur gert þér í hugarlund. Guð reynir og mótar karakter þinn með nokkrum prófsteinum líkt og hann gerði með líf Jósefs sem lesa má um frá 1.Mósebók 37. Fyrsta prófið snéri að stolti. Þegar Guð gefur þér draum um eitthvað varðandi líf þitt skaltu ekki ganga fram og stæra þig af því líkt og Jósef gerði. Það að stæra sig opinberar stolt hjarta þíns, rót stolts er alltaf óöryggi og óöryggi er skortur á því að eiga sjálfsmynd sína og öryggi í Guði. Ef stolt leynist í hjarta þínu er næsta víst að óöryggi er í sálu þinni. Þegar þú hefur fullvissu um að tilheyra Guði og skilur að þú getur skilgreint þig í Jesú og hefur frelsi fyrir náð hans er fyrst hægt að eiga við stoltið í sálinni.

Guð er góður og miskunnsamur Guð sem þráir að þú standist þau próf sem hann leggur fyrir þig og náir andlegu heilbrigði. Guð spyr: Gefur þú mér leyfi til að vinna í lífi þínu? Sækist þú eftir því að heyra hvað ég er að segja og benda þér á í þínu innra lífi? Ef við þannig gefum Guði verkheimild og leitumst við að vinna með honum mun hann sannarlega móta líf okkar, rétt eins og hann gerði í lífi Jósefs.

Þessi pistill er hluti af predikunarseríu sem heitir Frá draumi til veruleika.

Dagbjört Eiríksdóttir er höfundur þessa pistils, smelltu hér til að horfa/hlusta á predikun frá henni um þetta efni.

Umræðuspurningar fyrir heimahópa

  1. Hvernig opinberar Guð drauma og áætlun sína fyrir líf okkar? Hvernig getum við verið viss um að þessi draumur sé frá Guði?
  2. Á hvaða hátt opinbera orð okkar hvað leynist í hjartanu?  Hvernig hljómar stolt? 
  3. Hvers vegna heldur þú að Guð leyfi okkur ekki að ná örlögum okkar þegar stolt býr í hjartanu? 
  4. Hvernig getum við leyft Guði að eiga við stolt og óöryggi í lífi okkar?

Lífið er engin tilviljun

Skrifað af Þorsteinn Jóhannesson. Posted in Pistlar

,,DNA er eins og hugbúnaður, en miklu, miklu háþróaðri heldur en nokkur hugbúnaður sem hefur verið skrifaður.” - Bill Gates

Hinar gríðarmiklu sannanir fyrir hönnun er að finna í margbreytileika lífsins á smæstu stigum þess. Ekki aðeins virðist lífið vera hannað heldur einnig skipulagt í þaula. Líkurnar á að þetta gerist fyrir tilviljun eru svo hverfandi litlar að guðleysingjar verða að stinga upp á óteljandi mörgum alheimum til að útskýra þær.

DNA - Lífið er engin tilviljun

Þróunarkenningu Darwins tekst ekki að gera grein fyrir öllum margbreytileika og fjölbreytni lífsins. Sú staðreynd að ákveðin virkni lífsins er flókin og verður ekki einfölduð, sem þýðir að hún getur ekki virkað án þess að allir hlutar séu til staðar í einu, bendir til tilvistar vitsmunalegs hönnuðar.

Ekki hefur tekist að sýna fram á hvernig lífið varð til í upphafi þar sem aðstæður á jörðinni á þeim tíma sem líf er talið hafa kviknað virðast hafa verið lífi mjög fjandsamlegar. Að lokum birtist lífið skyndilega í steingervingaskrám (kambríumsprengingin) og breytist síðan lítillega. Samfelld saga þróunar er einfaldlega ekki til staðar. Þessar eyður benda til þeirrar staðreyndar að lífið í sínum stóru dráttum hafi verið hannað með genetíska möguleika á að aðlagast og stilla sig að breyttu umhverfi en sé takmarkað hvað varðar þá möguleika að breytast í algerlega aðra tegund.

Þetta og fleira til leiðir okkur að þeim endanlega sannleik að lífið er engin tilviljun. Vegna þess að lífið er engin tilviljun þá getur mannlegt líf haft sanna merkingu og tilgang. Það er að segja að Guð er til og hann skapaði þig og hafði ákveðinn tilgang með því. Og það ótrúlega er að þessi stórkostlegi Guð sem hefur skapað allt hefur áhuga á þér og vill eiga samskipti við þig og hann vill að þú leitir til hans svo hann geti kennt þér hvað er rétt og hvaða veg þú átt að ganga. Guð hefur nefnilega áætlun með líf þitt eins og hann segir í Jeremía 29:11: Því að ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð.

Þessi pistill tilheyrir ræðuröðinni Guð er ekki dáinn. Það er einnig hægt að sækja umræðuspurningar fyrir þetta efni.

Þorsteinn Jóhannesson skrifaði þennan pistil uppúr efni bókarinnar Guð er ekki dáinn eftir Dr. Rice Broocks.

Lofsöngur

Skrifað af Guðbjörg Hrönn Tyrfingsdóttir. Posted in Pistlar

Guðbjörg Hrönn Tyrfingsdóttir tengist kirkjunni okkar og er þegar þetta er skrifað í Biblíuskóla í Fjellhaug í Osló. Hún bloggar hérna. Hér fyrir neðan er nýr pistill frá henni.

Lofaður sé Drottinn, hrópa ég og bjargast frá fjandmönnum mínum.  – Sálmur 18.4

Mörg vers Biblíunnar fjalla um lofsöng, ekki síst í Sálmunum.  En þetta vers kom til mín einmitt á réttum tíma.  Ég á oft erfitt með að biðja eða lesa Biblíuna.  Þegar ég þreytt og svefnvana á ég svo erfitt með að einbeita mér í bæn og bara tilhugsunin um að lesa hrekur mig frá því að opna Biblíuna.  Upp á síðkastið hef ég ekki sofið alveg eins mikið og mér finnst ég þurfa svo ég hef strögglað við einmitt þetta núna.  Það er svo miklu auðveldara að gera eitthvað allt annað, sem krefst ekki einbeitingar eða þess að ég sé kyrr.  Ég er stundum of þreytt til að setjast niður og kyrra hugann, þó það geti hljómað svolítið skringilega.  Það er auðveldara að fara úr einu verkefni í annað og bara halda sér uppteknum þangað til dagurinn er búinn...... 

> > > Smelltu hér til að lesa afganginn af pistlinum.< < <

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Skylt efni

Hvítasunnukirkjan á Selfossi