Á hverjum miðvikudegi birtist nýr pistill. Sendu okkur línu ef þú ert með hugmynd að pistli eða ef þú ert með spurningu sem mætti svara með pistli.

Hreinleiki er grunnur að framtíð með Guði

Skrifað af Þorsteinn Jóhannesson. Posted in Pistlar

Kynferðislegur óhreinleiki hefur áhrif á framtíð þína. Það getur vel verið að þér finnist þú hafa engu að tapa þótt þú farir ekki eftir því sem Biblían kennir varðandi kynferðislegan hreinleika. En Biblían er mjög skýr á því að kynferðislegur hreinleiki skiptir máli varðandi framtíð þína.

Velgengni og hagsæld hefst með því að heyra

Ef við skoðum líf Jósefs sem varð næst valdamesti maður Egyptalands á eftir Faraó, þá hafði hann ungur verið seldur í þrældóm af bræðrum sínum. Sem þræll þá hafði hann engan rétt, hann hafði enga framtíð. Hann gæti aldrei gifst eða eignast sína eigin fjölskyldu. Og jafnvel þótt honum hefði verið leyft að giftast þá yrði kona hans þræll, og eign annars manns. Framtíð hans bauð ekki upp á miklar vonir um kynlíf.

Hverju hafði hann þá að tapa þegar kona húsbónda hans reyndi við hann? Sannleikurinn er sá að Jósef hafði öllu að tapa. Vegna þess að með því að syndga á móti Guði þá hefði það kostað hann samfélagið við Guð, það hefði kostað að Guð heyrði ekki bænir hans. Hann hefði þar með tapað drauminum sem Guð hafði fyrir líf hans. Hann hefði tapað því sem Guð var búinn að skipuleggja fyrir líf hans. Hann hefði tapað framtíð sinni ef hann hefði ekki staðist hreinleika prófið.

Jósef hafði öllu að tapa og þannig er það einnig með okkur, við höfum öllu að tapa ef við stöndumst ekki hreinleika prófið. Óvinurinn mun segja þér að það séu engar afleiðingar af kynferðislegum óhreinleika. En kynferðislegur óhreinleiki er óhlýðni við Guð sem færir þig frá blessunum Guðs og frá þeim draumi sem Guð hefur fyrir líf þitt.

Ef þú hefur fallið á þessu prófi er líf þitt ekki ónýtt þó það hafi e.t.v. skaðast. Guð mun gefa þér annað tækifæri rétt eins og þegar Jósef féll á sínu fyrsta prófi. Jósef tók prófið aftur síðar og þá stóðst hann prófið og tók þannig annað skref inn í framtíð sína. Við höfum ekki karakter að til að viðhalda þeirri framtíð sem Guð hefur handa okkur nema við stöndumst próf eins og þessi.

Þorsteinn Jóhannesson skrifaði þennan pistil með því að þýða og staðfæra efni frá Robert Morris. Hér er predikun Þorsteins um efnið.

Umræðuspurningar

(Mælst er til að skipt sé upp í kynjaskiptahópa í þessum umræðum)

 1. Hvernig og hvers vegna eru kynferðisleg synd, svik, og lygi svona náskyld?
 2. Hvers vegna þurfum við að standa vörð um augu okkar og hjarta?
 3. Hvað hefur verið þín mesta glíma? Hvaða getum við gert til að verja okkur frá óæskilegum fýsnum?
 4. Ef þú ert gift/ur af hverju skiptir það svo miklu máli að fara saman í gegnum glímur? Hvernig stendur á að það getur reynst svo erfitt ? Á hvaða hátt getum við stuðlað að heiðarleika og opnum samskiptum okkar á milli?
 5. Ef við föllum fyrir okkar synduga eðli hvernig eigum við að bregðast við? Hverju hefur Guð lofað? Þessi pistill tilheyrir ræðuröðinni Guð er ekki dáinn. Það er einnig hægt að sækja umræðuspurningar fyrir þetta efni.

 

Velgengni byrjar með því að hlusta og heyra

Skrifað af Ágúst Valgarð Ólafsson. Posted in Pistlar

Lykilinn að velgengni er nærvera Guðs

1Mós 1:1 Í upphafi skapaði Guð himin og jörð.

Stærsta kraftaverkið í Biblíunni kemur fram í fyrsta versi Biblíunnar. Ef Guð er nóg stór og máttugur til að skapa alheiminn úr engu þá er ekkert annað honum ofviða. Guð nær árangri í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Ef ég og þú göngum með Guði og leitumst við að laga líf okkar að því sem Guð er að gera verður framgangur, hagsæld og velgengni í lífi okkar. Það er sagt um margar persónur Biblíunnar að þær hafi gengið með Guði og þessvegna hafi líf þeirra notið velgengni.

Velgengni og hagsæld hefst með því að heyra

Lykillinn að nærveru Guðs er hlýðni

1Sa 18:12,14 Sál var hræddur við Davíð, því að Drottinn var með honum, en var vikinn frá Sál. 14 En Davíð var giftudrjúgur í öllu, sem hann tók sér fyrir hendur, af því að Drottinn var með honum.

Sál var konungur á undan Davíð og hann óhlýðnaðist Guði. Það er hægt að sjá þetta fyrir sér myndrænt að ganga í aðra átt en Guð er að fara. Þannig vék Sál af vegum Guðs og gekk ekki með Guði. En Guð var með Davíð því Davíð kappkostaði að ganga með Guði. Þetta gerði Davíð fyrst og fremst með því að hlýða Guði. Guð er til staðar í lífi okkar með sína virku nærveru ef við göngum með honum.

Lykillinn að því að hlýða Guði er trú

Ef við trúum því að það sé betra fyrir okkur að hlýða Guði, þá er hlýðni auðveld og flæðir fram í lífi okkar. Ef hins vegar hjarta okkar er tvískipt og misvísandi hlutir togast á þá er hlýðni erfið.

Lykilinn að trú er að heyra og meðtaka orð Guðs

Róm 10:17 Trúin kemur þannig af því að heyra. Og það sem heyrt er byggist á orðum Krists.

Lykillinn að trú er ekki að hlýða orði Guðs heldur það að heyra orð Guðs. Hlýðni er mikilvæg en það er frekar trú sem kveikir hlýðni. Upphaf velgengni er því að hlusta og heyra orð Guðs. Þetta kveikir trú og trú leiðir til hlýðni við Guð. Hlýðni við Guð verður til þess að við göngum með Guði og það að ganga með Guði jafngildir velgengni.

Ágúst Valgarð Ólafsson er höfundur þessa pistils, smelltu hér til að horfa á predikunina sem þessi pistill byggir á.

Umræðuspurningar

 1. Lestu Lúk 16:10-12. Hvernig tengjast þessi vers efni pistilsins?
 2. Hvað segir Orðskv 28:13 að við eigum að gera þegar okkur mistekst? Hvað gerist ef við fylgjum ekki því ráði?
 3. Lestu Heb 3:18-19. Hvers vegna segir Guð að óhlýðni Ísraelsmanna sé vantrú? Hvað segir það okkur um þau svæði lífs okkar sem við erum að glíma?
 4. Hvað er hagkvæmt við að heyra orð Guðs? Hvaða leiðir hafa verið þér öflugastar og mest gefandi? Hvernig getum við hvatt hvert annað til að auka á ,,inntöku” okkar á orði Guðs? 
 5. Á hvaða sviðum lífs þíns þarft þú að hlýðnast Guði - að gera hlutina á hans vegu - jafnvel þó það gæti reynst erfitt?  

Bæn

Þakkaðu Guði fyrir gæsku hans að vilja blessa þig. Biddu hann að opinbera þér þar sem vantrú leynist í hjarta þínu. Iðrastu fyrir vantrú og óhlýðni í lífi þínu. Biddu Drottinn að gefa þér hjarta sem heyrir og meðtekur sannleikann sem er í orði hans og að þú mættir ganga hvern dag með honum. 

Þrengingar eru tækifæri til að líta upp

Skrifað af Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir. Posted in Pistlar

Vandræði og erfiðleikar. Hver kannast ekki við það? Vandræði og erfiðleikar geta komið fram á margan hátt. Til dæmis ósætti í fjölskyldunni, slys, veikindi, fólk sem svíkur þig og svo mætti lengi telja.

Þrengingar

Sagan þín er einstök og okkar saga er ólík. En við eigum það eflaust sameiginlegt að hafa lent í einhverskonar þrenginum í lífi okkar. Ég hef upplifað þrengingartíma eins og það að ganga í gegnum völundarhús. Ég veit ekki hvernig ég kemst út úr völundarhúsinu en ég veit að ef ég lít upp og beini sjónum mínum til Guðs þá mun hann leiða mig rétta leið. Erfiðleikar hafa oft lífsbreytandi áhrif á líf okkar. Við þroskumst og karakter okkar breytist. Það hefði kannski verið auðveldara að ganga sléttu og beinu brautina en þrengingarnar eru oft það sem móta karakterinn okkar mest. Ein af mínum uppáhaldssetningum er þessi:

Leyfðu erfiðleikunum að gera þig betri, ekki bitrari.

Það er oft erfitt að heyra svona setningu þegar við erum stödd í stormi lífsins en staðreyndin er sú að sama hvað við erum að ganga í gegnum þá vill Guð vera með. Guð vill leiða okkur og gefa okkur þann styrk og kraft sem við þurfum á að halda og á meðan mótar hann karakter okkar og gerir okkur að betri og heilsteyptari manneskjum.

Þessi pistill er hluti af predikunarseríu sem heitir Frá draumi til veruleika.

Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir er höfundur þessa pistils, smelltu hér til að horfa/hlusta á predikun frá henni um þetta efni.

Umræðuspurningar fyrir heimahópa

 1. Rifjaðu upp tímabili í þínu líf þar sem þér fannst þú ganga í gegnum þrengingar þar sem þér leið líkt og þú værir fastur í djúpri gryfju.
 2. Hvernig notar Guð þrengingar og gryfjur okkur til góða? Getur þú bent á slíka tíma í þínu lífi?
 3. Jafnvel í þrengingum getum við fundið huggun og von ef við hrópum til Guðs. Á hvaða mismunandi hátt huggar og hughreystir Guð okkur þegar við hrópum til hans?
 4. Í erfiðleikum, hvaða viðhorf í hjarta okkar auka líkurnar á því að við verðum bitrari? Eða, hvaða viðhorf í hjarta okkar auka líkurnar á því að við verðum betri? Sem dæmi, í erfiðleikum gerir það okkur sennilega bitrari ef við upplifum okkur sem fórnarlamb og allt sé öðrum að kenna.

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Skylt efni

Hvítasunnukirkjan á Selfossi