Hver erum við?
Hvítasunnukirkjan á Selfossi hefur starfað síðan snemma á 6. áratug síðustu aldar. Kirkjan er hluti af Hvítasunnukirkjunni á Íslandi sem er hópur kirkna víða um land sem tengist og vinnu að sameiginlegum kristnum verkefnum. Framan af stóð Hvítasunnukirkjan á Selfossi einkum að barnastarfi en á síðustu árum hefur kirkjan vaxið talsvert og þar fer nú fram fjölbreytt starf fyrir allan aldur. Áhersla er á samfélagslega þætti s.s. hjálparstarf, heimahópa, 12 spora starf, barna og unglingastarf o.s.frv.
Allir eru innilega velkomnir í heimsókn:)