Á hverjum miðvikudegi birtist nýr pistill. Sendu okkur línu ef þú ert með hugmynd að pistli eða ef þú ert með spurningu sem mætti svara með pistli.

Hann þóttist vera guðleysingi

Skrifað af Ágúst Valgarð Ólafsson. Posted in Pistlar

Einu sinni var gamall þurrabúðarmaður*, sem átti heima í litlu húsi við ströndina. Hann þóttist vera guðleysingi og sagði margt ljótt um Guð og Drottinn Jesú. Ég svaraði því sjaldan öðruvísi en með því að segja: „Gott og vel, en gœttu þess nú að segja ekki meira en þú getur staðið við á dánardegi þínum."

Og svo rann upp síðasti dagur hans. Sonur hans kom hlaupandi til prestsetursins og sagði: Faðir minn er veikur og langar til að fá að tala við prestinn." Ég flýtti mér til hans. Hann var í miklum líkamlegum og andlegum nauðum. „Prestur minn," mœlti hann, „ég get ekki staðið við háðsyrði mín um Guð og Jesú. Guð fyrirgefi mér allt það illa, sem ég hef sagt og gert."

Gott var það, að hann áttaði sig. En er það samt ekki átakanlegt að afneita eða gleyma Guði á velgengnisárunum og verða svo að taka allt aftur á þeim degi, þegar á reynir? Vœri ekki betra að fara í tíma að orðum spámannsins, er hann spyr, hvort fólk eigi ekki að leita til Guðs síns? Það finnst mér. Höfundur: C. Skovgaard-Petersen.

Ef þessi orð byggðu þig upp þá smelltu á Deila hér fyrir neðan til að fleiri byggist upp.

*Þurrabúðarmaður merkir að hann var ekki með mjólkandi kýr. 

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að hlusta/horfa á Chris Parker predika „Jesús kom og dó fyrir mig”

Allt vald er mér gefið

Föðurelska Guðs 2 af 2

Skrifað af Ágúst Valgarð Ólafsson. Posted in Pistlar

Þessi pistill er annar hluti af tveim. Smelltu hér til að lesa fyrsta hlutann.

Faðirinn er yfirmáta rausnarlegur

OK, faðirinn hélt ekki aftur af fyrirgefningu sinni en við hefðum þá a.m.k. getað búist við því að hann héldi aftur því sem mætti kalla verðlaun fyrir hlýðni. Langt frá því svo. Hann sagði: Komið fljótt með hina bestu skikkju og færið hann í, dragið hring á hönd hans og skó á fætur honum. Sækið og alikálfinn og slátrið, vér skulum eta og gjöra oss glaðan dag. (Lúk 15.22-23)

Sonurinn hugsar með sér: Ég er að meðtaka allt það sem ég vildi þegar ég var í heiminum, veislu og flott föt. Þvílíkur heimskingi var ég að fara. Faðirinn hér er ímynd föður Jesú en Jesú sagði við lærisveina sína: Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því faðirinn hefur gefið ykkur ríki sitt. (Lúk 12:32)

Faðirinn elskar að fagna með okkur

Þegar búið var útbýta gjöfum var veislan næst: Nú ætlum við að halda veislu! Þessi sonur minn var dauður en nú er hann lifnaður við. Hann var týndur en nú er hann fundinn. (Lúk 15.23b-24) Himininn er staðurinn þar sem faðirinn sem yfirflæðir af kærleika vill fagna með börnum sínum um alla eilífð!

Faðirinn vill syni en ekki launafólk

Týndi sonurinn vissi að hann átti ekki skilið að vera tekið sem syni því hann hafði ekki hagað sér sem slíkur: Yngri sonurinn sagði, taktu við mér sem einn af verkamönnum (launþega) þínum. En faðirinn gaf honum föt sem hæfðu heiðruðum syni. Eldri sonurinn skildi ekki muninn á syni og verkamanni. Hann sagði: „Ég hef stritað fyrir þig öll þessi ár...” Hann var pirraður yfir náðinni sem faðir hans sýndi. Náð er þegin en ekki unninn. Gjöf en ekki launaumslag.

Jesús kenndi okkur að biðja: „Faðir okkar” en ekki „Yfirmaður okkar”. Feður eru miskunnsamir en yfirmenn launa það sem fólk vinnur sér inn. Ég vel miskunn!

Íhugun og framkvæmd

  1. Hefur þú lagt af að vinna þér inn að vera meðtekin af Guði með góðum verkum en í staðinn sett allt þitt traust þitt á Jesú?
  2. Hver er munurinn á að vera sonur Guðs eða verkamaður? Hvaða viðhorf einkenna þann sem er sonur og svo þann sem er verkamaður?

Höfundur: Paul Anderson Þýðandi: Ágúst Valgarð Ólafsson

Þessi pistill er hluti af predikunarseríu sem heitir Það sem ég elska mest við Jesú Ef þessi orð byggðu þig upp þá smelltu á Deila hér fyrir neðan til að fleiri byggist upp.

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að hlusta/horfa á Hinrik Þorsteinsson predika „Glíma Guðs við mig og þig”

Allt vald er mér gefið

Föðurelska Guðs 1 af 2

Skrifað af Ágúst Valgarð Ólafsson. Posted in Pistlar

Þessi pistill er fyrsti hlutinn af tveim. Smelltu hér til að lesa annan hluta.

Hvernig við sjáum hlutina verður raunverulegt fyrir okkur. Það er þrennt sem skekkir mynd þína af Guði:

  1. Slæmar ákvarðanir - Demas elskaði heiminn (2Tim 4.10) og gekk í burtu. Afar heimskulegt.
  2. Foreldrar - ef þú áttir refsandi föður gætir þú haldið að Guð ætli að ná í skottið á þér.
  3. Satan - yfirskriftin á markmiði hans er: Breytum mynd þeirra af Guði. Það virkaði með Adam og Evu. Þú og ég erum næst á listanum.

Jesús málaði þessa mynd af Guði föður:

Faðirinn er ekki stjórnsamur

Týndi sonurinn bað um arfinn fyrirfram og Guð lét það eftir honum (Lúk 15.13). Sjáðu fyrir þér stjórnandi yfirmann, óörugga móður, sértrúarsöfnuð eða engil að nafni Lúsífer. Þetta er ekki sá faðir sem Jesú átti, sá öflugasti, mest elskandi, öruggasti og minnst stjórnandi persóna í alheiminum.

Sú „stjórn” sem Guð notar er fórnandi kærleikur. Hann eltir okkur uppi með kærleika sínum og hjarta okkar brestur á góðan hátt þegar við upplifum gæsku hans og góðvild.

Faðirinn er fullur hluttekningar

Heimurinn var þvert á það sem týndi sonurinn (Lúk 15) bjóst við: Heimurinn tók án þess að gefa. Stráksi ákvað að fara heim aftur. En er hann var enn langt í burtu, sá faðir hans hann og kenndi í brjósti um hann, hljóp og féll um háls honum og kyssti hann. (Lúk 15.20). Virkilega?!? Já, svo sannarlega!

Ef þú áttir föður sem var fjarlægur eða stjórnandi móður þá skaltu vita að þau voru ekki fulltrúar fyrir Guð föður sem er fullur hluttekningar og samúðar.

Faðirinn fyrirgefur frjálslega

Sonurinn byrjaði að flytja afsökun sem hann hafði undirbúið. En faðirinn greip fram í fyrir honum og sagði “Komið fljótt með hina bestu skikkju…” Hann hafði heyrt nóg. Hann var sannfærður um hjarta sonar síns og fyrirgaf honum - frjálslega og að fullu. Þannig er Guð, alltaf!

Íhugun og framkvæmd

  1. Hvaða lýsingarorð myndir þú nota til að lýsa mynd þinni af Guð? Reyndu að finna það sem raunverulega er mynd þín af Guði en ekki það sem þú veist að „ætti” að vera mynd þín af Guði. Hvað einkenndi upplifun þína af foreldrum þínum?
  2. Hefur þú upplifað fyrirgefningu Guðs eins og lýst er í Lúk 15?

Höfundur: Paul Anderson Þýðandi: Ágúst Valgarð Ólafsson

Þessi pistill er hluti af predikunarseríu sem heitir Það sem ég elska mest við Jesú Ef þessi orð byggðu þig upp þá smelltu á Deila hér fyrir neðan til að fleiri byggist upp.

Þessi pistill er fyrsti hlutinn af tveim. Smelltu hér til að lesa annan hluta.

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að hlusta/horfa á Helgu Lind Pálsdóttur segja frá sinni upplifun af föðurelsku Guðs.

Allt vald er mér gefið

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Skylt efni

Hvítasunnukirkjan á Selfossi