Elskar þú Jesú?

Skrifað af Einar Aron Fjalarsson. Posted in Pistlar

Við lesum um það í 21. kafla Jóhannesarguðspjalls að Jesús og lærisveinarnir hafi setið og borðað morgunmat saman. Jesús ákvað að nýta tímann og talaði við Pétur og spurði hann spurningar. Sú spurning er vel við hæfi: „Elskar þú Jesú?“. Þetta er spurning sem við ættum að spyrja okkur á hverjum degi.

Jafnaldrar mínir hafa stundum hlegið af mér fyrir áhuga minn á jarðarförum og hef ég farið í þær ófáar þótt ungur sé. Sýn minni á dauðanum var breitt á örskot stundu í jarðaför nákomins ættingja fyrir nokkrum árum þegar presturinn útskýrði að við myndum svo hittast aftur í paradís. Hinn látni væri kominn á betri stað og finndi í raun varla fyrir tímanum sem við þurfum að láta líða þar til lífið endar hér. Þetta gat presturinn sagt og fullyrt því hinn látni átti sterka trú á Jesú Krist.

Í mörgum jarðarförum fer presturinn yfir það sem hinum látna hafði fundist skemmtilegt og verið góð í.„Hann elskaði að elda“ „Að versla var lífið“ „Hún elskaði að veiða“ „Hann var góður maður“ eða „hún var góð kona“ Allt eru þetta dæmi sem gætu vel hafa heyrst í jarðaförum. Þegar ég dey vil ég ekki að verði sagt um mig „og vá, hann kunni sko að fá fólk til að brosa og var góður vinur“.

Þetta eru alveg fallegir hlutir en það sem ég óska helst er að presturinn segi: „oh boy, þessi strákur...Hann elskaði sko Jesú!“.

Hvað með þig? Þegar þú ert ekki í kringum fólk, segja vinir þínir „Hann/hún elskar sannarlega Jesú“? Það getur svo sem enginn dæmt um trú þar sem hún fer fram í hjarta manns en það ætti alltaf að sjást á því hvernig við hegðum okkur, hvort við elskum Jesú eða ekki.

Kæri vinur, ef þú lest þennan pistil en þekkir ekki Jesú og vilt vita meira um hann, þá langar mig til þess að hvetja þig til að lesa í Biblíunni, Jóhannesarguðspjall er t.d. fín byrjun. Prófaðu svo að tala við Jesú.

Íhugun og framkvæmd

  1. Sýnir líf þitt að þú elskir Jesú? Hvernig á að lifa til að sýna að maður elski Jesú?
  2. Hvernig geturðu dýpkað samband þitt við Jesú?
  3. Þegar erfiðleikar lífsins skella á, treystir þú þá Jesú?

Höfundur: Einar Aron Fjalarsson

Þessi pistill er hluti af predikunarseríu sem heitir Það sem ég elska mest við Jesú Ef þessi orð byggðu þig upp þá smelltu á Deila hér fyrir neðan til að fleiri byggist upp.

Allt vald er mér gefið

Pin It

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi