Verslunarstjóri nytjamarkaðarins - atvinnuauglýsing

Skrifað af Ágúst Valgarð Ólafsson. Posted in Fréttir

Nytjamarkaðurinn

Hvítasunnukirkjan á Selfossi auglýsir stöðu verslunarstjóra Nytjamarkaðarins á Selfossi.  Um er að ræða 100% stöðu  og greitt eftir taxta VR. 

Markaðurinn er opinn frá kl. 12 - 18 alla virka daga og kl. 12-16 á laugardögum.

Ágóði af nytjamarkaðnum fer í ýmis góð málefni t.d. í skólastarfs í Afríkuríkinu Búrkina Fasó, ýmis samfélagsverkefni hér heima og til þeirra sem minna mega sín eða verða fyrir áföllum.

Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt og skipulega. Starfið felur í sér vinnu á markaðnum, uppbyggingu hans og mannaforráð.

Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn í sima 424-4145.

Umsóknir sendist á selfossgospel[hja]selfossgospel.is eða með því að senda skilaboð héðan af síðunni.

 

Desember 2016

Skrifað af Ágúst Valgarð Ólafsson. Posted in Fréttir

Vertu velkomin(n) í Hvítasunnukirkjuna á Selfossi á jólum 2016.

Desember 2017

Jólatónleikar 2017 - 18.des kl.18

18.desember verða árlegir jólatónleikar Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi. Sjá nánar hér. Ókeypis inn - allir velkomnir. Kakó og köku sala í Kaffi Líf eftir tónleika.

Samkomur á sunnudögum 

Sunnudaginn 11.des er samkoma kl.11 þar sem Hinrik Þorsteinsson predikar. Hann og eiginkona hans hafa núna í nokkur ár leitt skóla- og uppbyggingarstarf í Búrkína Fasó í Afríku. Það verður gaman að heyra í Hinrik.

Sunnudaginn 18.des er samkoma kl.11 og þar mun predika Jóhannes Hinriksson, fyrrum forstöðumaður í Hvítasunnukirkjunni Kirkjulækjarkoti. Jóhannes predikaði seinast hjá okkur frábæra predikun um fyrirgefninguna 14.ágúst 2016.

Hátíðarstund á aðfangadag kl.16:30

Á aðfangadag, 24.desember, verður stutt en hátíðleg stund kl.16:30. Börn eru sérstaklega velkomin.

Gamlársdagur vitnisburðarstund kl.16:30 

Á gamlársdag, laugardaginn 31.des kl.16:30 verður samkoma hjá okkur í kirkjunni. Að þessu sinni verðum við með það sem við köllum oft vitnisburðarsamkoma. Þar gefum við tækifæri til að segja frá einhverju af því sem hefur gerst í lífi okkar á árinu, þar sem við höfum séð Guð starfa. Jafnframt þökkum við fyrir liðið og biðjum fyrir nýju ári. Allir velkomnir.

M18 bænastundir

M18 bænastundir sem eru í heimahúsum mánudaga og miðvikudaga kl.18 verða í desember eins og verið hefur í vetur. Seinasta M18 stundin fyrir jól verður miðvikudaginn 21.des. Nánar um staðsetningu hverju sinni á lokaða Facebook hópnum okkar.

2017

Fyrsta samkoman á nýju ári verður sunnudaginn 8.jan kl.11

 

Við í Hvítasunnukirkjunni á Selfossi óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Smelltu hér til að horfa/hlusta á predikanir frá desember 2016

Fréttir október 2016

Skrifað af Ágúst Valgarð Ólafsson. Posted in Fréttir

  • Hvítasunnukirkjan á Akureyri ætlar að nota "Frá draumi til veruleika" seríuna okkar núna í nóvember. Jónas Yngvason útbjó flottan DVD disk handa þeim sem fór í póst í dag (sjá mynd)
  • Ráðstefna um barna- og unglingastarf í kotinu seinustu helgi tókst mjög vel.
  • Vinnudagurinn um seinustu helgi gekk vel. Eldhúsið er orðið spikk og spa, hljóðvist í Kaffi Líf hefur batnað mjög mikið, Nytjamarkaðurinn er allur annar, handriðið upp stigann hefur verið lagfært ofl. TAKK allir sem lögðu hönd á plóginn.
  • Í mánuðinum var sett upp nýtt skilti á Nytjamarkaðinn - það gamla var farið að flagna all verulega.
  • Starfsmannafundurinn 20.okt tókst vel. Áætlað er að halda slíkan starfsmannafund mánaðarlega ef frá er talið des. og sumarmánuðirnir.
  • Guð er ekki dáinn bókin er komin í sölu.

Guð er ekki dáinn bókin komin út

Skrifað af Ágúst Valgarð Ólafsson. Posted in Fréttir

Bókin Guð er ekki dáinn er nú loks komin í sölu á íslensku. Um er að ræða mikilvæga og mjög áhugaverða bók sem fjallar um rök fyrir tilvist Guðs. Enginn ætti að láta þessa bók fram hjá sér fara. Bókin fæst í Hvítasunnukirkjunni á Selfossi og í versluninni Jötu við Hátún 2 og kostar hún aðeins kr. 3200.

Guð er ekki dáinn

Ef þú hefur áhuga á að kaupa eintak en kemst ekki á þessa staði, hafðu þá samband og við leysum málið. Hægt er að sjá meira um það sem tengist bókinni á vefnum www.guderekkidainn.is 

Það eru einnig til predikunarseríur og umræðuspurningar sem tengjast bókinni bæði frá Fíladelfíu (smella hér til að horfa/hlusta) og Hvítasunnukirkjunni á Selfossi (smella hér til að horfa/hlusta).

Við hér á Selfossi birtum einnig fjóra stutta pistla úr efni bókarinnar, þeir eru:

Aðrir pistlar sem tengjast efni bókarinnar eru:

Tímamót á samkomu 3.júlí

Skrifað af Ágúst Valgarð Ólafsson. Posted in Fréttir

Sunnudaginn 3.júlí urðu tímamót í sögu kirkjunnar okkar þegar við kvöddum formlega Aron og Gunnhildi en blessuðum Þorstein og Dagbjörtu inn sem forstöðuhjón. 

Ágúst, Aron og Þorsteinn

Ágúst, Kolbrún, Dagbjört og Þorsteinn

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi