Jólatónleikar 2014

Skrifað af Aron Hinriksson. Posted in Fréttir

Þann 19. desember verða haldnir árlegir jólatónleikar Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi. Þetta verða að venju kósý, lágstemmdir tónleikar og tónlistarmennirnir eru ekki af verri endanum frekar en fyrri ár. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir.

 

Hvítasunnukirkjan fær app

Skrifað af Aron Hinriksson. Posted in Fréttir

Um mánaðarmótin okt. - nóv. 2014 fór í loftið app Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi.

Appið inniheldur fullt af gagnlegum upplýsingum auk þess að þar má bæði horfa og hlusta á kennslur kirkjunnar.

Appið er frítt og í boði fyrir apple, android og windows síma.

 

Kristsdagur í Hörpunni

Skrifað af Aron Hinriksson. Posted in Fréttir

Laugardaginn 27. september fer fram hinn Kristsdagur í tónlistarhúsinu Hörpunni í Reykjavík.  Þetta er samkirkjulegur þar sem fulltúar frá flestum ef ekki öllum íslenskum kirkjudeildum taka þátt í bæn, lofgjörð og ýmiskonar dagskrá. Samhliða dagskrá í Eldborgarsal Hörpu mun fara fara fram skemmtileg dagskrá fyrir börn í salnum Silfurberg. Dagskráin fer fram á eftirfarandi tímum 10-12, 14-16 og 18-20.

Allir innilega velkomnir

Ný heimasíða í loftið

Skrifað af Super User. Posted in Fréttir

Í dag, sunnudaginn 10.ágúst 2014 er þessi nýja síða sett í loftið. Nokkrir hlutar hennar eru enn í vinnslu, en bróður parturinn er tilbúinn.

Kotmót 2014

Skrifað af Super User. Posted in Fréttir

Kotmót 2014 var velheppnað. Við í Hvítasunnukirkjunni á Selfossi fjölmenntum og tókum virkan þátt. Meira um kotmót má sjá á kotmot.is Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá mótinu.

Fleiri greinar...

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi