Að loknu vetrarmóti 2015

Posted in Fréttir

Vetrarmót Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi árið 2015 var haldið helgina 13.-15. nóvember. Mótið heppnaðist afar vel og var mjög uppbyggjandi. Þema mótsins var "fúsir fætur" og fólst hluti af mótinu í vinnu við að skrifa niður vitnisburðinn sinn þannig að hægt væri að flytja hann á c. 3 mínutum. Mikið var um hlátur og gleði á mótinu og óhætt að byrja strax að hlakka til vetrarmóts 2016. 

Hér sést hluti af mótsgestum í skógargöngu í Tumastaðarskógi

Heimsókn Anitu Pearce 28. okt

Skrifað af Aron Hinriksson. Posted in Fréttir

Kanadíska sveitasönkonan og farandpredikarinn Aníta Pearce verður á samkomu miðvikudagskvöldið 28. október 2015 klukkan 20:00 í Hvítasunnukirkjunni á Selfossi.

Aníta er hress og skemmtilegur predikari og það verður enginn svikin af því að hlusta á hana.

Allir velkomnir

 

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi