Fjölgun forstöðumanna

Posted in Fréttir

Á aðalfundi kirkjunnar 10. maí síðastliðinn var samþykkt að Ágúst Valgarð Ólafsson kæmi til starfa sem forstöðumaður í kirkjunni ásamt Aroni Hinrikssyni núverandi forstöðumanni.

Þeir munu því sinna starfinu eftirleiðis í sameiningu. Ágúst hefur ásamt fjölskyldu sinni starfað með kirkjunni síðan árið 2011. Við óskum Ágústi innilega til hamingju og Guðs blessunar í nýju starfi. 

Formleg innsetning Ágústar verður á samkomu hér á Selfossi sunnudaginn 14. júni.

Ágúst Valgarð og Aron

Pin It

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi