Fréttir október 2016

Skrifað af Ágúst Valgarð Ólafsson. Posted in Fréttir

  • Hvítasunnukirkjan á Akureyri ætlar að nota "Frá draumi til veruleika" seríuna okkar núna í nóvember. Jónas Yngvason útbjó flottan DVD disk handa þeim sem fór í póst í dag (sjá mynd)
  • Ráðstefna um barna- og unglingastarf í kotinu seinustu helgi tókst mjög vel.
  • Vinnudagurinn um seinustu helgi gekk vel. Eldhúsið er orðið spikk og spa, hljóðvist í Kaffi Líf hefur batnað mjög mikið, Nytjamarkaðurinn er allur annar, handriðið upp stigann hefur verið lagfært ofl. TAKK allir sem lögðu hönd á plóginn.
  • Í mánuðinum var sett upp nýtt skilti á Nytjamarkaðinn - það gamla var farið að flagna all verulega.
  • Starfsmannafundurinn 20.okt tókst vel. Áætlað er að halda slíkan starfsmannafund mánaðarlega ef frá er talið des. og sumarmánuðirnir.
  • Guð er ekki dáinn bókin er komin í sölu.
Pin It

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi