Undir áhrifum

Skrifað af Þorsteinn Jóhannesson. Posted in Pistlar

Flest okkar vilja lifa góðu lífi frjáls frá öllu því sem getur hindrað okkur í að eiga góð samskipti við Guð og menn. Það sem getur komið í veg fyrir það eru okkar eigin mistök eða syndir en við getum með líferni okkar gefið óvininum aðgengi að lífi okkar.

Það eru tvær vinsælar kenningar varðandi fjötra sem eru oft kenndar, önnur segir að allir fjötrar séu af völdum illra anda en hin kenningin segir að fjötrar séu vegna þess að við lifum í föllnum heimi og höfum syndugt eðli.

Biblían kennir að fjötrar geti verið af báðum orsökum. Það er því ekki þannig að allt rangt sem við gerum sé að undirlagi illra anda, við erum jú með syndlegt eðli, en ef við erum sífellt að falla fyrir því sama eða ef við viljandi gerum eitthvað sem við vitum að er Guði ekki að skapi þá gæti það verið merki þess að við séum undir áhrifum illra anda. Viðvarandi synd í lífi okkar getur opnað dyr fyrir því illa en getur líka verið merki þess að ill öfl hafi þegar tekið sér bólfestu í lífi okkar.

Er eitthvað í þínu lífi sem þú ert alltaf að falla fyrir, er eitthvað í þínu lífi sem þú upplifir að þú hafir litla eða enga stjórn á? Þú er alltaf að falla fyrir þessu og alltaf að koma með þetta fram fyrir Guð og biðja hann að fyrirgefa þér en svo ertu fallinn aftur stuttu seinna. Ef þetta er svona í þínu lífi þá getur verið að óvinurinn hafi tangarhald á þér.

Jesús sagði við þá sem höfðu tekið trú á hann að sá sem syndgar sé þræll syndarinnar (Jóh 8:34). Ef þú vilt ekki vera þræll og losna þá getur Jesús frelsað þig. Og hann mun frelsa þig ef þú biður hann að fyrirgefa þér. En þú þarft líka að framkvæma til að geta verið frjáls. Þú þarft að vera stöðugur í halda þér að honum í bæn og lestri Biblíunnar en einnig þarft þú að notar þau verkfæri og aðferðir sem Biblían kennir eins og að játa syndir þínar fyrir einhverjum sem þú treystir (Jak. 5:16). og flýja þær aðstæður sem þú veist að geta komið þér til að syndga (1 Kor. 6:18). Ef þú gerir þetta getur þú upplifað að vera frjáls.

Íhugun og framkvæmd

  1. Biblían segir að barist sé um líf þitt. Ert þú sammála því? Hefur þú upplifað það?
  2. Lestu Jóhannesarguðspjall 8:34–36. Er eitthvað í þínu lífi eða annara sem þú kannski kallar veikleiki sem gæti verið fjötrar?
  3. Ertu meðvitaður um að þú þarft að biðja og lesa í Biblíunni til að halda þér frá syndinni? Stundar þú það að játa syndir þínar fyrir einhverjum sem þú treystir?
  4. Ert þú sammála því að með því að stunda eftirfarandi sértu að opna líf þitt fyrir áhrifum illra anda: Kukl, dulspeki eða hluti þar sem við erum að reyna að ná sambandi við eða stjórna einhverju yfirnáttúrulegu eins og stjörnuspeki, stjörnuspákort, tarot spil, andaglas, galdra, lófalestur, miðilsfundir.
  5. Finnst þér í lagi að stunda Jóga? Hvaða augum lítur þú það út frá 2 Mós.20:2-5 "Ég er Drottinn Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu.3 Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.4 Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnunum undir jörðinni.5 Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að hlusta/horfa á Þorsteinn Jóhannesson predika um efni þessa pistils.

Pin It

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi