Lofsöngur

Skrifað af Guðbjörg Hrönn Tyrfingsdóttir. Posted in Pistlar

Guðbjörg Hrönn Tyrfingsdóttir tengist kirkjunni okkar og er þegar þetta er skrifað í Biblíuskóla í Fjellhaug í Osló. Hún bloggar hérna. Hér fyrir neðan er nýr pistill frá henni.

Lofaður sé Drottinn, hrópa ég og bjargast frá fjandmönnum mínum.  – Sálmur 18.4

Mörg vers Biblíunnar fjalla um lofsöng, ekki síst í Sálmunum.  En þetta vers kom til mín einmitt á réttum tíma.  Ég á oft erfitt með að biðja eða lesa Biblíuna.  Þegar ég þreytt og svefnvana á ég svo erfitt með að einbeita mér í bæn og bara tilhugsunin um að lesa hrekur mig frá því að opna Biblíuna.  Upp á síðkastið hef ég ekki sofið alveg eins mikið og mér finnst ég þurfa svo ég hef strögglað við einmitt þetta núna.  Það er svo miklu auðveldara að gera eitthvað allt annað, sem krefst ekki einbeitingar eða þess að ég sé kyrr.  Ég er stundum of þreytt til að setjast niður og kyrra hugann, þó það geti hljómað svolítið skringilega.  Það er auðveldara að fara úr einu verkefni í annað og bara halda sér uppteknum þangað til dagurinn er búinn...... 

> > > Smelltu hér til að lesa afganginn af pistlinum.< < <

Pin It

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi