Fréttir október 2016

Skrifað af Ágúst Valgarð Ólafsson. Posted in Fréttir

 • Hvítasunnukirkjan á Akureyri ætlar að nota "Frá draumi til veruleika" seríuna okkar núna í nóvember. Jónas Yngvason útbjó flottan DVD disk handa þeim sem fór í póst í dag (sjá mynd)
 • Ráðstefna um barna- og unglingastarf í kotinu seinustu helgi tókst mjög vel.
 • Vinnudagurinn um seinustu helgi gekk vel. Eldhúsið er orðið spikk og spa, hljóðvist í Kaffi Líf hefur batnað mjög mikið, Nytjamarkaðurinn er allur annar, handriðið upp stigann hefur verið lagfært ofl. TAKK allir sem lögðu hönd á plóginn.
 • Í mánuðinum var sett upp nýtt skilti á Nytjamarkaðinn - það gamla var farið að flagna all verulega.
 • Starfsmannafundurinn 20.okt tókst vel. Áætlað er að halda slíkan starfsmannafund mánaðarlega ef frá er talið des. og sumarmánuðirnir.
 • Guð er ekki dáinn bókin er komin í sölu.

Guð er ekki dáinn bókin komin út

Skrifað af Ágúst Valgarð Ólafsson. Posted in Fréttir

Bókin Guð er ekki dáinn er nú loks komin í sölu á íslensku. Um er að ræða mikilvæga og mjög áhugaverða bók sem fjallar um rök fyrir tilvist Guðs. Enginn ætti að láta þessa bók fram hjá sér fara. Bókin fæst í Hvítasunnukirkjunni á Selfossi og í versluninni Jötu við Hátún 2 og kostar hún aðeins kr. 3200.

Guð er ekki dáinn

Ef þú hefur áhuga á að kaupa eintak en kemst ekki á þessa staði, hafðu þá samband og við leysum málið. Hægt er að sjá meira um það sem tengist bókinni á vefnum www.guderekkidainn.is 

Það eru einnig til predikunarseríur og umræðuspurningar sem tengjast bókinni bæði frá Fíladelfíu (smella hér til að horfa/hlusta) og Hvítasunnukirkjunni á Selfossi (smella hér til að horfa/hlusta).

Við hér á Selfossi birtum einnig fjóra stutta pistla úr efni bókarinnar, þeir eru:

Aðrir pistlar sem tengjast efni bókarinnar eru:

Tímamót á samkomu 3.júlí

Skrifað af Ágúst Valgarð Ólafsson. Posted in Fréttir

Sunnudaginn 3.júlí urðu tímamót í sögu kirkjunnar okkar þegar við kvöddum formlega Aron og Gunnhildi en blessuðum Þorstein og Dagbjörtu inn sem forstöðuhjón. 

Ágúst, Aron og Þorsteinn

Ágúst, Kolbrún, Dagbjört og Þorsteinn

Breytingar á Selfossi

Skrifað af Aron Hinriksson. Posted in Fréttir

Á aðalfundi safnaðarins á Selfossi í lok maí síðastliðnum tilkynnti Aron Hinriksson að hann myndi ekki gefa kost á sér áfram sem forstöðumaður á Selfossi.
 
Staðan í kirkjunni á Selfossi er góð og fannst þeim hjónum Aron og Gunnhildi nú réttur tími til að stíga til hliðar þess fullviss að starfið sé skilið eftir í traustum höndum.
Ágúst Valgarð Ólafsson sem gengt hefur forstöðu síðastliðið ár ásamt Aroni mun þannig starfa áfram af fullum krafti á Selfossi. 
 
Stjórnin talaði einnig við Þorstein Jóhannesson um að hann kæmi inn sem forstöðumaður við hlið Ágústs. Hann og Dagbjört kona hans ákvaðu eftir umhugsun og mikla bæn að gangast við þessari köllun fengju þau til þess stuðning safnaðarins. Þorsteinn hefur síðustu ár verið mjög virkur í starfi kirkjunnar, setið í stjórn og komið víða við í starfi hennar. Á fjölmennum auka aðalfundi þann 6. júní var Þorsteinn kjörinn með 100% kosningu.  Hann og Ágúst munu því starfa saman sem forstöðumannateymi.
 
Aron og Gunnhildur munu nú setja þungan í starfi sínu á vogarskálar starfsins í Fíladelfíu í Reykjavík auk þess sem Aron sinnir áfram hlutverki sínu sem formaður stjórnar Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi.
 
Þann 3. Júlí klukkan 11:00 mun Þorsteinn verða blessaður inn sem forstöðumaður um leið og Aron og Gunnhildur verða kvödd úr þeirri þjónustu sem þau hafa nú gegnt í tæp 14 á Selfossi. 

Aðalfundur Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi 2016

Skrifað af Aron Hinriksson. Posted in Fréttir

Sunnudaginn 22. maí 2016 verður haldin aðalfundur Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi.

Fundurinn fer fram eftir samkomu klukkan 11:00 og verður boðið upp á léttan hádegisverð á milli samkomu og fundar.

 

Allir skráðir meðlimir kirkjunnar er hvattir til þess að mæta.

 

Dagskrá aðalfundar

 

 1. Fundur settur.

 2. Kosning fundarstjóra.

 3. Kosning fundarritara.

 4. Skýrsla stjórnar.

 5. Ársreikningar útskýrðir, greinagerð endurskoðenda lesin og reikningar bornir upp til samþykktar eftir að stjórn kirkjunnar hefur samþykkt reikningana.

 6. Skýrslur starfsgreina kirkjunnar.

 7. Önnur mál.
  1. Endurnýjun á umboði til stjórnarsetu

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi