Breytingar á Selfossi

Skrifað af Aron Hinriksson. Posted in Fréttir

Á aðalfundi safnaðarins á Selfossi í lok maí síðastliðnum tilkynnti Aron Hinriksson að hann myndi ekki gefa kost á sér áfram sem forstöðumaður á Selfossi.
 
Staðan í kirkjunni á Selfossi er góð og fannst þeim hjónum Aron og Gunnhildi nú réttur tími til að stíga til hliðar þess fullviss að starfið sé skilið eftir í traustum höndum.
Ágúst Valgarð Ólafsson sem gengt hefur forstöðu síðastliðið ár ásamt Aroni mun þannig starfa áfram af fullum krafti á Selfossi. 
 
Stjórnin talaði einnig við Þorstein Jóhannesson um að hann kæmi inn sem forstöðumaður við hlið Ágústs. Hann og Dagbjört kona hans ákvaðu eftir umhugsun og mikla bæn að gangast við þessari köllun fengju þau til þess stuðning safnaðarins. Þorsteinn hefur síðustu ár verið mjög virkur í starfi kirkjunnar, setið í stjórn og komið víða við í starfi hennar. Á fjölmennum auka aðalfundi þann 6. júní var Þorsteinn kjörinn með 100% kosningu.  Hann og Ágúst munu því starfa saman sem forstöðumannateymi.
 
Aron og Gunnhildur munu nú setja þungan í starfi sínu á vogarskálar starfsins í Fíladelfíu í Reykjavík auk þess sem Aron sinnir áfram hlutverki sínu sem formaður stjórnar Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi.
 
Þann 3. Júlí klukkan 11:00 mun Þorsteinn verða blessaður inn sem forstöðumaður um leið og Aron og Gunnhildur verða kvödd úr þeirri þjónustu sem þau hafa nú gegnt í tæp 14 á Selfossi. 

Aðalfundur Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi 2016

Skrifað af Aron Hinriksson. Posted in Fréttir

Sunnudaginn 22. maí 2016 verður haldin aðalfundur Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi.

Fundurinn fer fram eftir samkomu klukkan 11:00 og verður boðið upp á léttan hádegisverð á milli samkomu og fundar.

 

Allir skráðir meðlimir kirkjunnar er hvattir til þess að mæta.

 

Dagskrá aðalfundar

 

  1. Fundur settur.

  2. Kosning fundarstjóra.

  3. Kosning fundarritara.

  4. Skýrsla stjórnar.

  5. Ársreikningar útskýrðir, greinagerð endurskoðenda lesin og reikningar bornir upp til samþykktar eftir að stjórn kirkjunnar hefur samþykkt reikningana.

  6. Skýrslur starfsgreina kirkjunnar.

  7. Önnur mál.
    1. Endurnýjun á umboði til stjórnarsetu

Celebrate Recovery á Íslandi 7 ára

Skrifað af Aron Hinriksson. Posted in Fréttir

Mándudaginn 25. janúar var haldið upp á 7 ára afmælit Celebrate Recovery á Íslandi. Þetta kristna 12 spora starf er fyrir lögu orðið ein af grunnstoðunum í Hvítasunnukirkjunni á Selfossi og hefur stuðlað að heilbrigði og bata í lífum fjölmargra, og mun vonandi halda áfram um ókomna tíð.

 

 

Vöxtur: Þjálfun í stað áreynslu

Skrifað af Super User. Posted in Fréttir

Hvernig myndi líf þitt vera ef Jesús lifði því?

Ímyndaðu þér breytinguna sem þú myndir upplifa á hugarfari þínu, gjörðum og samböndum við annað fólk. Hugsaðu um gleðina og frelsið sem gæti umbreytt öllum þáttum lífs þíns.

Þetta er einmitt það sem Guð hefur í huga fyrir þig! Í bókinni "Vöxtur: Þjálfun í stað áreynslu" kemstu að því hvernig þú ferð að þessu. Með námi sem beint er að hverjum og einum persónulega og með þátttöku í hópastarfi þá kemur kennslan í þessari bók þér á þá braut að lifa í anda Jesú – eins og enginn nema þú getur. Það gerist ekki með því að rembast eins og rjúpan við staurinn heldur með því að æfa sig. Með því að leggja rækt við trúna – orðið, bæn, einveru, þolgæði, kærleika gagnvart öðrum – þá muntu uppgötva gleðina við að láta Krist umbreyta þér og frelsið við að lifa hvern dag og láta kraft hans styðja þig.

Þessi bók er hluti af ritröðinni "Að vinna að andlegri umbreytingu" sem kynnir nýja nálgun, byggða á ritningunni, til að hugsa um og upplifa líf þitt með Guði. Hver kafli rís gegn þeim algengu viðhorfum að það að „reyna bara meira“ muni leiða til þess að verða líkari Jesú. Í staðinn hjálpar þessi ritröð þér að bera kennsl á venjur, reynslu og sambönd sem Guð getur notað til að hjálpa þér við að verða sú manneskja sem hann vill að þú verðir.

Í 7 vikur fyrir páska, frá 7.feb til og með 20.mars munum við í Hvítasunnukirkjunni á Selfossi taka þessa bók fyrir, predika útfrá bókinni á sunnudögum, koma saman í heimahópum til að ræða og vinna efni úr bókinni og svo hvert fyrir sig vinna í Biblíulestrum og heimaverkefnum sem allt er í bóknni.

Hvernig get ég verið með?

Einfalt! Bókin verður til sölu bæði í Hvítasunnukirkjunni á Selfossi og í Fíladelfíu í Reykjavík. Ef þú ert ekki þegar í heimahóp þá skaltu falast eftir því við einhvern úr forystu kirkjunnar og við finnum hóp fyrir þig. Að vinna efni bókarinnar með öðrum í hóp er afar mikilvægt. Komdu svo á samkomur og vertu með frá byrjun!

Smelltu hér til að lesa formálann að bókinni.

Smelltu hér til að senda okkur fyrirspurn varðandi þetta verkefni.

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi