Trú í ómögulegum aðstæðum
Margt fólk á öllum tímum hefur spurt sig þessarar spurningar: Hvernig get ég brugðist við erfiðum aðstæðum þannig að það gleðji Guði og heiðri hann? Konan sem snerti Jesú og sagt er frá í Mark 5:24-35 er gott dæmi. Skoðum hvað þessi frásögn kennir okkur um trú.
Í fyrsta lagi sjáum við að trúin færir okkur til Jesú þegar við höfum tæmt okkur sjálf. Konan hafði þjáðst í 12 löng ár, reynt allt og eytt til þess öllum sínum fjármunum. Hún var algjörlega tæmd af nokkru því sem hún á eigin spýtur gat gert til að verða heilbrigð. Hvað með þig? Hefur þú komið til Guðs og viðurkennt eigið ráðaleysi og að án hans getir þú ekki bjargað sjálfum þér? Eða ertu ennþá sannfærð(ur) um að þú getir lagfært þín eigin vandamál sjálf(ur) og án Guðs?
Annað sem konan í Mark 5 kennir okkur um trú er að trúin fær okkur til að framkvæma og leita Jesú alla leið. Sýnir þú í verki að þú trúir því að Jesú sé megnugur að hjálpa þér? Sést það á verkum þínum að þú sért að leita Jesú til að finna hans eins og þessi kona fór til Jesú í mannfjöldanum, vegna þess að hún var sannfærð um að hún myndi læknast með því að snerta hann?
Í þriðja lagi leiðir trú til hlýðni. Jesú spyr í Mark 5:30: Hver snerti klæði mín? Eflaust vildi konan alls ekki láta mannfjöldann sjá sig, en hún hlýðir Jesú, kemur fram og segir honum allt saman (Mar 5:33). Trú hlýðir. Hvað hefur Guð sagt þér að gera? Stundum viljum við orð frá Guði en höfum allan tíma ekki einu sinni framkvæmt það sem hann hefur þegar sagt okkur að gera. Trú er meira en sannfæring. Trú er hlýðni.
Sá sem veit að hann er ófær um að bjarga sér sjálfur, framkvæmir trú sína og hlýðir fær viðbrögð eins og þau sem Jesú veitti konunni: Jesús sagði við hana: „Dóttir, trú þín hefur bjargað þér. Far þú í friði, og ver heil meina þinna.” (Mar 5:34) Jesús var ánægður með hana og hrósar henni fyrir trú.
Höfundur Sandra Glahn. Þýtt, stytt og endursagt af Ágústi Valgarð Ólafssyni héðan.
P.s. Ef þig skortir trú, lestu þá pistilinn Velgengni byrjar með því að hlusta og heyra.
Til umræðu eða íhugunar
- Hefur þú eða ert þú að takast á við ómögulegar aðstæður? Þ.e.a.s. aðstæður sem þú getur ekki leyst á eigin spýtur, rétt eins og konan með blóðlátið? Hvernig bregst þú yfirleitt við slíkum aðstæðum?
- Er munur á trú í orði og trú í verki (sjá Jak 2:17)? Áttu dæmi úr eigin lífi eða úr Biblíunni?
- Hvernig hefði frásögnin úr Markúsarguðspjalli hér að ofan getað orðið öðruvísi ef konan hefði ekki komið fram og sagt Jesú allt (Mar 5:33)?
- Ef þú ert í ómögulegum aðstæðum núna, segðu þá traustum vin frá eða deildu því í heimahópnum þínum. Lestu orð Guðs, fáðu fyrirbæn, leitaðu Guðs, framkvæmdu það sem hann hefur sagt eða er að segja. Hvernig getur þú brugðist við aðstæðum þínum svo viðbrögð þín fái Jesú til að segja „Trú þín hefur bjargað þér. Far þú í friði og vertu heil(l) meina þinna.''(Mar 5:34)?