Hreinleiki er grunnur að framtíð með Guði

Skrifað af Þorsteinn Jóhannesson. Posted in Pistlar

Kynferðislegur óhreinleiki hefur áhrif á framtíð þína. Það getur vel verið að þér finnist þú hafa engu að tapa þótt þú farir ekki eftir því sem Biblían kennir varðandi kynferðislegan hreinleika. En Biblían er mjög skýr á því að kynferðislegur hreinleiki skiptir máli varðandi framtíð þína.

Velgengni og hagsæld hefst með því að heyra

Ef við skoðum líf Jósefs sem varð næst valdamesti maður Egyptalands á eftir Faraó, þá hafði hann ungur verið seldur í þrældóm af bræðrum sínum. Sem þræll þá hafði hann engan rétt, hann hafði enga framtíð. Hann gæti aldrei gifst eða eignast sína eigin fjölskyldu. Og jafnvel þótt honum hefði verið leyft að giftast þá yrði kona hans þræll, og eign annars manns. Framtíð hans bauð ekki upp á miklar vonir um kynlíf.

Hverju hafði hann þá að tapa þegar kona húsbónda hans reyndi við hann? Sannleikurinn er sá að Jósef hafði öllu að tapa. Vegna þess að með því að syndga á móti Guði þá hefði það kostað hann samfélagið við Guð, það hefði kostað að Guð heyrði ekki bænir hans. Hann hefði þar með tapað drauminum sem Guð hafði fyrir líf hans. Hann hefði tapað því sem Guð var búinn að skipuleggja fyrir líf hans. Hann hefði tapað framtíð sinni ef hann hefði ekki staðist hreinleika prófið.

Jósef hafði öllu að tapa og þannig er það einnig með okkur, við höfum öllu að tapa ef við stöndumst ekki hreinleika prófið. Óvinurinn mun segja þér að það séu engar afleiðingar af kynferðislegum óhreinleika. En kynferðislegur óhreinleiki er óhlýðni við Guð sem færir þig frá blessunum Guðs og frá þeim draumi sem Guð hefur fyrir líf þitt.

Ef þú hefur fallið á þessu prófi er líf þitt ekki ónýtt þó það hafi e.t.v. skaðast. Guð mun gefa þér annað tækifæri rétt eins og þegar Jósef féll á sínu fyrsta prófi. Jósef tók prófið aftur síðar og þá stóðst hann prófið og tók þannig annað skref inn í framtíð sína. Við höfum ekki karakter að til að viðhalda þeirri framtíð sem Guð hefur handa okkur nema við stöndumst próf eins og þessi.

Þorsteinn Jóhannesson skrifaði þennan pistil með því að þýða og staðfæra efni frá Robert Morris. Hér er predikun Þorsteins um efnið.

Umræðuspurningar

(Mælst er til að skipt sé upp í kynjaskiptahópa í þessum umræðum)

  1. Hvernig og hvers vegna eru kynferðisleg synd, svik, og lygi svona náskyld?
  2. Hvers vegna þurfum við að standa vörð um augu okkar og hjarta?
  3. Hvað hefur verið þín mesta glíma? Hvaða getum við gert til að verja okkur frá óæskilegum fýsnum?
  4. Ef þú ert gift/ur af hverju skiptir það svo miklu máli að fara saman í gegnum glímur? Hvernig stendur á að það getur reynst svo erfitt ? Á hvaða hátt getum við stuðlað að heiðarleika og opnum samskiptum okkar á milli?
  5. Ef við föllum fyrir okkar synduga eðli hvernig eigum við að bregðast við? Hverju hefur Guð lofað? Þessi pistill tilheyrir ræðuröðinni Guð er ekki dáinn. Það er einnig hægt að sækja umræðuspurningar fyrir þetta efni.

 

Pin It

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi