Traust sjálfsmynd í Guði læknar stolt
Vissir þú að Guð hefur ákveðinn draum og örlög fyrir líf þitt? Því miður er það svo að margir eru á þeim að stað að lifa með draumum sínum í stað þess að lifa það sem Guð ætlar þeim. Lykill þess að þekkja þau örlög sem Guð ætlar þér er að þekkja Guð. Hann er sá eini sem getur bæði opinberað og uppfyllt það sem er þitt.
Það eina sem getur hindrað það að Guð leysi þig að fullu út í áætlun sína er karakter þinn. Andlegt heilbrigði er það sem þarf til að bera til að standa fyllilega undir því sem hann ætlar þér, það er alltaf stærra, meira og betra en þú getur gert þér í hugarlund. Guð reynir og mótar karakter þinn með nokkrum prófsteinum líkt og hann gerði með líf Jósefs sem lesa má um frá 1.Mósebók 37. Fyrsta prófið snéri að stolti. Þegar Guð gefur þér draum um eitthvað varðandi líf þitt skaltu ekki ganga fram og stæra þig af því líkt og Jósef gerði. Það að stæra sig opinberar stolt hjarta þíns, rót stolts er alltaf óöryggi og óöryggi er skortur á því að eiga sjálfsmynd sína og öryggi í Guði. Ef stolt leynist í hjarta þínu er næsta víst að óöryggi er í sálu þinni. Þegar þú hefur fullvissu um að tilheyra Guði og skilur að þú getur skilgreint þig í Jesú og hefur frelsi fyrir náð hans er fyrst hægt að eiga við stoltið í sálinni.
Guð er góður og miskunnsamur Guð sem þráir að þú standist þau próf sem hann leggur fyrir þig og náir andlegu heilbrigði. Guð spyr: Gefur þú mér leyfi til að vinna í lífi þínu? Sækist þú eftir því að heyra hvað ég er að segja og benda þér á í þínu innra lífi? Ef við þannig gefum Guði verkheimild og leitumst við að vinna með honum mun hann sannarlega móta líf okkar, rétt eins og hann gerði í lífi Jósefs.
Þessi pistill er hluti af predikunarseríu sem heitir Frá draumi til veruleika.
Dagbjört Eiríksdóttir er höfundur þessa pistils, smelltu hér til að horfa/hlusta á predikun frá henni um þetta efni.
Umræðuspurningar fyrir heimahópa
- Hvernig opinberar Guð drauma og áætlun sína fyrir líf okkar? Hvernig getum við verið viss um að þessi draumur sé frá Guði?
- Á hvaða hátt opinbera orð okkar hvað leynist í hjartanu? Hvernig hljómar stolt?
- Hvers vegna heldur þú að Guð leyfi okkur ekki að ná örlögum okkar þegar stolt býr í hjartanu?
- Hvernig getum við leyft Guði að eiga við stolt og óöryggi í lífi okkar?