Var Jesús til? Fyrsti hluti: Hvernig veistu það sem þú veist?

Skrifað af Margrét María Ágústsdóttir. Posted in Pistlar

Ég hef alltaf haft gaman af góðum umræðum, bókum og ræðum þar sem fólk talar við hvert annað og ber saman kenningar og rökstyður mál sitt. Þegar ég verð eldri langar mig að verða góð í því að koma með sönn og góð rök og að kunna að leita að upplýsingum. Hér er tekist á við spurninguna: Var Jesús Kristur til sem manneskja? á sem einfaldastan hátt því þetta er mikilvæg og stór spurning sem allir ættu að velta einhverntíman fyrir sér. Aðeins verður talað um hvort hann hafi verið til. Ekki hver hann hafi verið. Það er umræða sem kemur upp þegar búið er að svara spurningunni um hvort hann hafi verið til yfirleitt. Því hvet ég ykkur kæru lesendur til þess að skoða vel það sem kemur fram í þessari ritgerð og halda áfram að velta þessari spurningu fyrir ykkur þó svo að lestrinum á henni ljúki. Einnig er ég ávallt tilbúin að svara spurningum ef þær vakna.

Ef þú ættir sannreyna hvort Vigdís Finnbogadóttir væri til hvernig myndir þú fara að því? Fyrsta leiðin væri kannski að fara inn á ja.is og hringja í eða heimsækja hana. En hvað hef hún væri dáin? Þá yrðir þú að tala við þá sem hittu hana, til dæmis börnin hennar eða vini. En hvað ef allt fólkið sem hitti hana væri líka dáið? Það flækir málið aðeins. En þá þyrftir þú að leita í bækur og heimildir um hana annað hvort eftir hana sjálfa eða þá sem hittu hana. Annar möguleiki væri svo að tala við þá sem þekktu þá sem hittu Vigdísi! Svoleiðis virkar það þegar við ætlum að sannreyna að eitthvað hafi gerst eða að eitthver hafi verið til. Fræðingar glugga til dæmis í gömlum handritum og skoða fornleifastaði ef þeir vilja sannreyna eitthvað.

En þó að þú gerir þetta allt er ekki þar með talið að hún hafi verið til. Hvernig veistu að þau sem þú talaðir við séu að segja satt? Og hvernig sannar þú að ritin og bækurnar séu trúverðugar? Allt þetta þarf að hafa í huga þegar við heyrum kenningar eða kynnum okkur efni. Við viljum vera viss um að það sem okkur er sagt sé satt er það ekki? Oft virðist það samt gleymast þegar fólk talar um hluti sem varða t.d. vald og trú. Til dæmis eiga fjölmiðlar það til að ýkja og breyta sögum til þess að þær hljómi merkilegri. Þá fá þeir meiri athygli. Eins er í stjórnmálum. Allstaðar þar sem fólk hefur tækifæri til þess að áhrif á skoðanir annars fólks eru einhverjir sem nýta sér vald og stöðu til þess að koma upplýsingum til fólks sem eru ekki alveg sannar og stundum bara algjört bull! Alltof oft gleymist að kanna trúverðugleika kenninga og muna að horfa á staðreyndir í stað þess að trúa öllu sem sagt er.

Þegar við nú skoðum það hvort Jesús hafi verið til verðum við að nota sömu leiðir. Við getum ekki hringt í hann og bæði hann og allir sem þekktu hann eru dáin (reyndar trúa kristnir því að Jesús hafi risið upp og lifi í dag, en það er útfyrir umfang þessarar ritgerðar). Þá leitum við í gömul handrit, bæði Bilblíuna og önnur. Svo tölum við við fræðinga sem vita meira um málið en við og geta fært sönn rök fyrir máli sínu.

Þannig lærum við og getum verið viss um að það sem við vitum sé satt.

Þetta er fyrsti hluti af fjórum.

  1. Var Jesús til? Fyrsti hluti: Hvernig veistu það sem þú veist?
  2. Var Jesús til? Annar hluti: Heimildir utan Biblíunnar
  3. Var Jesús til? Þriðji hluti: Guðspjöllin í Nýja Testamentinu
  4. Var Jesús til? Fjórði hluti: Fræðasamfélagið og lokaorð

Höfundur: Margrét María Ágústsdóttir

Pin It

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi