Að finna líf sitt með því að týna því

Skrifað af Ágúst Valgarð Ólafsson. Posted in Pistlar

Ég vildi óska að...

  • ... ég hefði ekki misst þetta út úr mér....
  • ... ég hefði ekki orðið svona pirraður/pirruð yfir þessu....
  • ... það væri meira þakklæti og gleði í lífi mínu..
  • ... ég myndi hugsa betur um heilsuna...
  • .... hjónabandið mitt gengi betur...
  • ... ég ætti betra samband við börnin mín...

Veistu - hvernig væri þennan vetur að leggja eftirsjá til hliðar með því að taka það alvarlega og setja það í fyrsta sæti að gera Jesú að leiðtoga lífs síns?

Því að hver sem vill bjarga lífi sínu, mun týna því, og hver sem týnir lífi sínu mín vegna, mun finna það. (Mat 16:25)

Jesús segir að ef við helgum líf okkar því að þóknast okkur sjálfum þá muni það eyðileggja sál okkar og líf. Ef við hinsvegar setjum það í fyrsta sæti að heiðra Guð framyfir það að þóknast okkur sjálfum þá verður sál okkar og líf fullnægt.

Að sækja kirkju og koma á samkomu er frábært, þar sem við fögnum saman. En ef þú vilt sjá vöxt og heilbrigði í lífi þínu þá er það ekki nóg. Við þurfum að ástunda nærveru Jesú og æfa okkur í því að setja hann fyrst í lífi okkar: Jesús fyrst. Í hugsun okkar, í verkum, í samskiptum við aðra, að gera allt með því að bera það undir Jesús fyrst. Ef við týnum lífi okkar í Jesú þá munum við finna það.

Íhugun og framkvæmd

  1. Í predikuninni talaði Ágúst um að hafa upplifað að eitthvað vantaði hið innra, eins og eitthvað kæmi ekki heim og saman. Hefur þú upplifað þetta og hvaða áhrif hefur það haft á líf þitt?
  2. Hvernig myndir þú orða það sem nefnt í pistlinum að setja Jesús fyrst. Hvaða eitt skref gætir þú tekið í næstu viku til að betur setja Jesús fyrst í lífi þínu?

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að hlusta/horfa á Ágúst Valgarð Ólafsson predika um efni þessa pistils.

Pin It

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi