Á hverjum degi

Skrifað af Þorsteinn Jóhannesson. Posted in Pistlar

Biblían kennir að „Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til.“ (2 Kor 5:17). Þannig að ef einhver gerist kristinn þá á breyting að verða í lífi hans. Það að vera kristinn þýðir að við eigum að reyna að líkjast Jesú.

Á hverjum degi

Páll talaði um að hann æfði sig eins og hnefaleikamaður sem engin vindhögg slær (1 Kor. 9:26). Það sama á við okkur ef við viljum fylgja Jesú og líkjast honum, þá verðum við að æfa okkur og við verðum að gera það á hverjum degi. Á hverjum degi verðum við að biðja og lesa í Biblíunni, annars náum við ekki að vaxa andlega og verða líkari Jesú.

Ekki bara það heldur ef okkur skortir andlegan vöxt þá erum við miklu veikari fyrir slæmum áhrifum þannig að við getum auðveldar leiðst út í að gera hluti sem hafa skaðleg áhrif á trúarlíf okkar. Rannsóknir sýna til dæmis að mjög hátt hlutfall kristinna fer reglulega á klámsíður á netinu. Ef það er raunin í okkar lífi hvernig getum við verið að vaxa og líkjast Jesú? Leiðin til að standast og vaxa andlega er að biðja og lesa í orði Guðs á hverjum degi.

Höfundur: Þorsteinn Jóhannesson

Þessi pistill er hluti af predikunarseríu sem heitir Af heilum hug

Til umræðu eða íhugunar

  1. Ert þú að biðja og lesa á hverjum degi?
  2. Hefur þú fundið fyrir nærveru Guðs þegar þú ert í bæn til hans (lýstu)? 
  3. Finnst þér erfitt að biðja eða lesa í orði Guðs?
  4. Hefur Guð talað til þín í gegnum orð sitt (lýstu)?
  5. Hefur þú verið að vaxa og líkjast Jesú meira síðustu mánuðina, árið, árin? Ef þú glímir þú við hulda synd eins og klám þá þarft þú að játa fyrir annarri manneskju sem þú treystir (Jak. 5:3)

Í bókinni "Af heilum hug" eru mjög góð verkefni og spurningar úr þessu efni. Bókina er hægt að nálgast í flest öllum Hvítasunnukirkjum. Sendu okkur línu ef þig vantar eintak eða komdu í heimsókn.

Smelltu til að hlusta eða horfa á kennslu

Pin It

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi