Hópar

Skrifað af Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir. Posted in Pistlar

Í stóra samhenginu er ótrúlega mikilvægt að tilheyra hópi. Hópar sem maður tengist geta haft góð áhrif og þeir geta líka haft slæm áhrif. Þú getur átt vini sem hafa góð áhrif á líf þitt og þú getur líka átt „vini“ sem hafa ekki góð áhrif á líf þitt.

Hópar

Það að tilheyra heimahópi hefur haft mótandi áhrif á mitt líf. Það er frábært að eiga aðgang að hópi vina sem vilja hjálpa mér að vaxa til að verða betri einstaklingur. Í góðum heimahópi lærir maður að ástunda óeigingirni og kærleika. Maður lærir að sýna öðrum samúð og samhug.

Ég hef gengið í gegnum erfiða tíma og þurft hvatningu og styrk. Þá er óendanlega dýrmætt að hafa sterkan, kristinn vinahóp sem stendur með manni með því að hlusta, biðja og uppörva. Í heimahópi lærir maður að láta sér þykja vænt um aðra og læra af reynslu annara og deila reynslu annara.

Við höfum öll breyskleika, galla og hluti sem við þurfum að vinna í í lífi okkar og heimahópur er ótrúlega góður staður til að fá að vaxa.

Þú getur heillað fólk með hæfileikum þínum en þú tengist fólki í gegnum veikleika þína.

Maður nær ekki fullum andlegum þroska bara á því að mæta á samkomur og vera óvirkur áhorfandi. Eitt af stóru verkfærunum í því að vaxa andlega er þátttaka í heimahópi. Þú hefur bakgrunn og reynslur sem annað fólk getur lært af og fengið styrk af. Guð hefur einstakt hlutverk fyrir þig í fjölskyldu Guðs. Guð hefur þjónustu fyrir þig og Guð hefur gefið þér hæfileika. Heimahópur er staður sem Guð gefur okkur til að uppgötva, móta og nota andlegar gjafir okkar og hæfileika.

Kæri lesandi. Ef þú tilheyrir ekki heimahópi þá hvet ég þig til að taka skrefið í dag. Hafðu samband við leiðtoga í kirkjunni þinni og veldu það að vera með. 

Höfundur: Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir. Þessi pistill er hluti af predikunarseríu sem heitir Af heilum hug

Til umræðu eða íhugunar

  1. Hvað finnst þér jákvætt við tilheyra heimahópi? 
  2. Hvað óttaðist þú við að vera með í heimahópi? 
  3. Hvernig getur þú boðið öðrum að taka þátt í heimahópi? 

Í bókinni "Af heilum hug" eru mjög góð verkefni og spurningar úr þessu efni. Bókina er hægt að nálgast í flest öllum Hvítasunnukirkjum. Sendu okkur línu ef þig vantar eintak eða komdu í heimsókn.

Hlusta á kennslu

Pin It

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi