Mýtur um líf í trú

Skrifað af Ágúst Valgarð Ólafsson. Posted in Pistlar

Ef líf í trú er að vera lærisveinn Jesú Krists og vilja fylgja honum eftir bestu getu þá er mikilvægt að þekkja hvert markmiðið er. Þeim sem hefur takmarkaðann eða rangan skilning á því hvað það er að vera lærisveinn má líkja við bogfimikappa sem miðar á rangt mark. Til hvers að skjóta örvum ef þeim er ekki miðað á rétta markið?

Fallnir kristnir leiðtogar

Í þessum stutta pistli verður fjallað um tvær mýtur um það að lifa í trú. Til að heyra fleiri mýtur skaltu smella hér. Mýta er hnyttið orð sem merkir goðsögn eða eitthvað sem fólk álítur ranglega að sé satt.

Mýta 1: Líf í trú er að rembast við að trú einhverju gegn betri vitund.

Samkvæmt Nýja Testamentinu er trú byggð á staðreyndum. Líf í trú í samhengi þessa pistils er að hafa sannfærst nógu mikið um tilvist Guðs til að lifa samkvæmt því. Ef kristin trú er rétt þá er veröldin eins og kristin trú lýsir henni. Sá sem lifir í trú þarf því ekki að rembast heldur einfaldlega þekkja staðreyndirnar um það hver Guð er, hver Jesú er og á þeim grunni útskýra og skilja veröldina sem við lifum í. Enginn önnur tillaga sem ég þekki um það að skilja lífið og tilveruna er jafn heilstæð og öflug eins og kristin trú. Kristin trú er einfaldlega það hugmyndakerfi sem best fellur að staðreyndunum. Þar af leiðandi má reyndar rökstyðja að því betur sem staðreyndirnar eru þekktar þurfi minni trú til að vera kristinn heldur en í nokkru öðru hugmyndakerfi! 

Mýta 2: Hver þarf á kirkjunni að halda? Trúin er á milli mín og Guðs, ég þarf ekki á kirkjunni að halda.

Jesú sagði að hann myndi byggja kirkjuna. Hann ætlaði kirkjunni að vera hendur hans og fætur hér á jörðinni (meiri verk heldur). Sumir eru skiljanlega bitrir út í kirkjunar því þeir hafa átt slæma reynslu eða velja að standa utan við kristið starf því þeir vilja ekki flíka trú sinni. Þeir sem eiga slæma reynslu í kirkjunni eiga alla mína samúð en að kasta kirkjunni út vegna slæmrar reynslu er eins og að henda barninu út með baðvatninu. Einnig, ef trú þín er svo persónuleg og hulin að hún hefur næsta lítil áhrif á þitt daglega líf og samborgarar þínir sjá hana nánast aldrei í verki, hvers virði er hún þá? Kirkjan er ÁÆTLUNIN sem Guð hefur til endurlausnar þessum heimi. Það er ekkert vara plan. Ef við viljum að Guð noti líf okkar í samfélagi með öðrum þá þurfum við að tengjast kirkju þar sem við getum kallað hvert annað til ábyrgðar, lært að þjóna og þiggja þjónustu.

Höfundur: Ágúst Valgarð Ólafsson Þessi pistill er hluti af predikunarseríu sem heitir Af heilum hug

Til umræðu eða íhugunar

  1. Hefur þú heyrt af þessum mýtum eða jafnvel einhverntíman hallast að þeim sjálf(ur)?
  2. Finnst þér þú hafa góðan skilning á því hvað er að vera lærisveinn Jesú Krists? Hefur þú öðlast betri skilning á því seinustu árin eða hefur ekkert breyst?
  3. Höldum áfram með líkinguna úr bogfimi. Ef þú lifir lífi í trú, hvernig hefur gengið að hitta í mark seinustu mánuði? Hvað hefur gengið vel og hvað mætti vera markvissara?
  4. Getur þú nefnt dæmi um fleiri mýtur sem þú hefur heyrt eða jafnvel haldið sem sannar en veist núna að eru ósannar?

Hlusta á kennslu

Pin It

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi