Próf í fyrirgefningu

Skrifað af Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir. Posted in Pistlar

Fyrirgefningin er meðal Guðs fyrir þá sem eru brotnir.

Til þess að þú getir orðið frjáls undan gremju, reiði, ótta, skömm og sektarkennd þarftu að gefa og taka við fyrirgefningu. Fyrsta og mikilvægasta fyrirgefninginn er gefinn frá Guði til okkar. Ástæða þess að svo margir eiga erfitt með að gefa sjálfir fyrirgefningu er sú að þeir hafa ekki meðtekið hana sjálfir. Þú getur ekki gefið eitthvað sem þú hefur ekki þegið sjálfur. Biblían er mjög skýr á því að það er tenging á milli þess að við getum fyrirgefið öðrum og að Guð fyrirgefi okkur.

Próf í fyrirgefningu

Hefurðu tekið við fyrirgefningu Guðs?

Það skiptir ekki máli hversu mikið við höfum sært aðra eða okkur sjálf, náð Guðs nægir okkur alltaf. Hans fyrirgefning er fullkominn.

,,Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, og þeir réttlætast án verðskuldunar af náð hans fyrir endurlausnina, sem er í Kristi Jesú.Guð setti hann fram, að hann með blóði sínu væri sáttarfórn þeim sem trúa. Þannig sýndi Guð réttlæti sitt, því að hann hafði í umburðarlyndi sínu umborið hinar áður drýgðu syndir, til þess að auglýsa réttlæti sitt á yfirstandandi tíma, að hann sé sjálfur réttlátur og réttlæti þann, sem trúir á Jesú.” Róm 3:22-26

Seinni gerð fyrirgefningar er gefinn frá okkur til annarra. Hefurðu fyrirgefið öðrum sem hafa sært þig? Þessi gerð fyrirgefningar er ákveðið ferli. Þú þarft að vilja, vilja. En til þess að vera algjörlega frjáls þarftu að sleppa tökunum af sársauka fortíðarinnar. Fyrirgefning snýst um það að sleppa tökunum. Hugsaðu um það hvern reiði þín særir mest. Þegar þú fyrirgefur ekki er eins og þú drekkir eitur en vonist til að það særi þann sem gerði þér mein. Skortur á fyrirgefningu særir bara þig.

Rómverjabréfið 12:17-18 segir okkur ,,Gjaldið engum illt fyrir illt. Stundið það sem fagurt er fyrir sjónum allra manna. Hafið frið við alla menn að því leyti sem það er unnt og á yðar valdi.”

Það að fyrirgefa, gerir þig frjálsa/n.

Biddu Guð að hjálpa þér að taka við fyrirgefningu hans. Biddu hann einnig að hjálpa þér að gefa öðrum þá allra bestu gjöf sem þú getur gefið: Fyrirgefningu!

Þessi pistill er hluti af predikunarseríu sem heitir Frá draumi til veruleikaGunnhildur Stella Pálmadóttir er höfundur þessa pistils, smelltu hér til að horfa eða hlusta á predikun frá henni um þetta efni.

Umræðuspurningar fyrir heimahópa

  1. Þarft þú að biðja Guð um fyrirgefningu?  Hefurðu meðtekið fyrigefningu hans? 
  2. Hefur þú álasað Guði vegna þess skaða sem annað fólk hefur valdið þér?
  3. Er sársauki úr fortíðinni sem þú heldur enn í? 
  4. Hefur þú fyrirgefið sjálfum þér? Er eitthvað úr fortíð þinni sem veldur þér enn sekt eða skömm? 

Hlusta á kennslu

Pin It

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi