Föðurelska Guðs 1 af 2
Þessi pistill er fyrsti hlutinn af tveim. Smelltu hér til að lesa annan hluta.
Hvernig við sjáum hlutina verður raunverulegt fyrir okkur. Það er þrennt sem skekkir mynd þína af Guði:
- Slæmar ákvarðanir - Demas elskaði heiminn (2Tim 4.10) og gekk í burtu. Afar heimskulegt.
- Foreldrar - ef þú áttir refsandi föður gætir þú haldið að Guð ætli að ná í skottið á þér.
- Satan - yfirskriftin á markmiði hans er: Breytum mynd þeirra af Guði. Það virkaði með Adam og Evu. Þú og ég erum næst á listanum.
Jesús málaði þessa mynd af Guði föður:
Faðirinn er ekki stjórnsamur
Týndi sonurinn bað um arfinn fyrirfram og Guð lét það eftir honum (Lúk 15.13). Sjáðu fyrir þér stjórnandi yfirmann, óörugga móður, sértrúarsöfnuð eða engil að nafni Lúsífer. Þetta er ekki sá faðir sem Jesú átti, sá öflugasti, mest elskandi, öruggasti og minnst stjórnandi persóna í alheiminum.
Sú „stjórn” sem Guð notar er fórnandi kærleikur. Hann eltir okkur uppi með kærleika sínum og hjarta okkar brestur á góðan hátt þegar við upplifum gæsku hans og góðvild.
Faðirinn er fullur hluttekningar
Heimurinn var þvert á það sem týndi sonurinn (Lúk 15) bjóst við: Heimurinn tók án þess að gefa. Stráksi ákvað að fara heim aftur. En er hann var enn langt í burtu, sá faðir hans hann og kenndi í brjósti um hann, hljóp og féll um háls honum og kyssti hann. (Lúk 15.20). Virkilega?!? Já, svo sannarlega!
Ef þú áttir föður sem var fjarlægur eða stjórnandi móður þá skaltu vita að þau voru ekki fulltrúar fyrir Guð föður sem er fullur hluttekningar og samúðar.
Faðirinn fyrirgefur frjálslega
Sonurinn byrjaði að flytja afsökun sem hann hafði undirbúið. En faðirinn greip fram í fyrir honum og sagði “Komið fljótt með hina bestu skikkju…” Hann hafði heyrt nóg. Hann var sannfærður um hjarta sonar síns og fyrirgaf honum - frjálslega og að fullu. Þannig er Guð, alltaf!
Íhugun og framkvæmd
- Hvaða lýsingarorð myndir þú nota til að lýsa mynd þinni af Guð? Reyndu að finna það sem raunverulega er mynd þín af Guði en ekki það sem þú veist að „ætti” að vera mynd þín af Guði. Hvað einkenndi upplifun þína af foreldrum þínum?
- Hefur þú upplifað fyrirgefningu Guðs eins og lýst er í Lúk 15?
Höfundur: Paul Anderson Þýðandi: Ágúst Valgarð Ólafsson
Þessi pistill er hluti af predikunarseríu sem heitir Það sem ég elska mest við Jesú Ef þessi orð byggðu þig upp þá smelltu á Deila hér fyrir neðan til að fleiri byggist upp.
Þessi pistill er fyrsti hlutinn af tveim. Smelltu hér til að lesa annan hluta.
Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að hlusta/horfa á Helgu Lind Pálsdóttur segja frá sinni upplifun af föðurelsku Guðs.