Sönn trú er ekki blind

Hvernig er hægt að vita hvort Guð sé til?

Nýlega áttum við hjónin 20 ára brúðkaupsafmæli. Hjónabandið okkar er sterkara núna en nokkru sinni fyrr og við njótum þess að vera saman. En þegar við hittumst fyrst þekktumst við ekkert. Við fórum að hittast og vörðum miklum tíma í að tala saman. Þannig lærðum við að þekkja hvort annað. Ég lærði að þekkja hana, hvernig hún hugsaði, brást við aðstæðum og hún lærði sömuleiðis að þekkja mig. Við ákváðum svo að ganga í hjónaband, í góðri trú um að sú gagnkvæma þekking sem við höfðlum öðlast væri traust vísbending um framhaldið. Við gátum ekki sannað það vísindalega að hjónabandið yrði gott, en við völdum að treysta því á grunni fyrirliggjandi þekkingar.

Sönn trú er ekki blind

Að eignast trú á Guð er sambærilegt ferli. Það er til fjöldi traustra staðreynda og raka fyrir tilvist Guðs. Ef við skoðum þetta með opnum huga getum við komist að þeirri niðurstöðu að Guðs sé til. Reyndar eru staðreyndirnar og rökin fyrir tilvist Guðs mun traustari heldur en traust okkar á fólki og jafnvel maka okkar, því Guð er eilífur og breytist ekki.

Því miður hefur sumt kristið fólk sagt hluti eins og: Ekki hugsa, bara trúa. Þetta er skaðlegt og beinlínis rangur skilningur á því hvað heilbrigð trú er. Heilbrigð trú er rökrétt afleiðing af því að hugsa skýrt.

Með því að kynna sér rökin fyrir tilvist Guðs með opnum huga (án þess að gefa sér niðurstöðuna fyrirfram), hugsa rökrétt, spyrja fullt af spurningum og ræða við aðra af gagnkvæmri virðingu vex þekking okkar á efninu - rétt eins og með alla aðra þekkingu. Þannig er hægt að vita hvort Guð sé til með nægilegri vissu til að taka afstöðu til þess.

Takk fyrir að heimsækja síðuna okkar. Við viljum gjarnan heyra frá þér ef þú ert með spurningu eða athugasemd.

Ágúst Valgarð Ólafsson er höfundur þessa pistils og hann predikaði um þetta efni 4.sept 2016. 

Til umræðu eða íhugunar

  1. Hefur þú heyrt því fleygt að hugsun sé slæm fyrir trú? Eitthvað í þeim dúr að: Ekki hugsa, bara trúa?
  2. Þið sem eruð sannfærð um að Guð sé til, hvernig komust þið að þeirri niðurstöðu? Ræðið í hópnum.
  3. Hver eru helstu rök þín fyrir því að Guð sé til? Hafðu í huga 1Pét 3:15-16 Það er gott að æfa sig í því að telja upp þessi rök eftir minni í öruggum hópi. Ef þú mannst lítið, ekki örvænta. Það er hægt að hugsa, lesa, læra smátt og smátt.
  4. Hefur þú tekist á við efasemdir? Ertu að takast á við efasemdir núna? Ræðið hvað eru góðar leiðir til að vinna úr efa, og e.t.v. hvað eru dæmi um slæm viðbrögð gagnvart þeim sem efast.
  5. Ágúst líkti því ferli að eignast trú á Guð við það ferli að kynnast maka og ganga í hjónaband. Ræðið þessa líkingu (þú þarft ekki að vera sammála þessu!).

Pin It

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi