Verslunarstjóri nytjamarkaðarins - atvinnuauglýsing

Skrifað af Ágúst Valgarð Ólafsson. Posted in Fréttir

Nytjamarkaðurinn

Hvítasunnukirkjan á Selfossi auglýsir stöðu verslunarstjóra Nytjamarkaðarins á Selfossi.  Um er að ræða 100% stöðu  og greitt eftir taxta VR. 

Markaðurinn er opinn frá kl. 12 - 18 alla virka daga og kl. 12-16 á laugardögum.

Ágóði af nytjamarkaðnum fer í ýmis góð málefni t.d. í skólastarfs í Afríkuríkinu Búrkina Fasó, ýmis samfélagsverkefni hér heima og til þeirra sem minna mega sín eða verða fyrir áföllum.

Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt og skipulega. Starfið felur í sér vinnu á markaðnum, uppbyggingu hans og mannaforráð.

Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn í sima 424-4145.

Umsóknir sendist á selfossgospel[hja]selfossgospel.is eða með því að senda skilaboð héðan af síðunni.

 

Pin It

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi