Desember 2016

Skrifað af Ágúst Valgarð Ólafsson. Posted in Fréttir

Vertu velkomin(n) í Hvítasunnukirkjuna á Selfossi á jólum 2016.

Desember 2017

Jólatónleikar 2017 - 18.des kl.18

18.desember verða árlegir jólatónleikar Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi. Sjá nánar hér. Ókeypis inn - allir velkomnir. Kakó og köku sala í Kaffi Líf eftir tónleika.

Samkomur á sunnudögum 

Sunnudaginn 11.des er samkoma kl.11 þar sem Hinrik Þorsteinsson predikar. Hann og eiginkona hans hafa núna í nokkur ár leitt skóla- og uppbyggingarstarf í Búrkína Fasó í Afríku. Það verður gaman að heyra í Hinrik.

Sunnudaginn 18.des er samkoma kl.11 og þar mun predika Jóhannes Hinriksson, fyrrum forstöðumaður í Hvítasunnukirkjunni Kirkjulækjarkoti. Jóhannes predikaði seinast hjá okkur frábæra predikun um fyrirgefninguna 14.ágúst 2016.

Hátíðarstund á aðfangadag kl.16:30

Á aðfangadag, 24.desember, verður stutt en hátíðleg stund kl.16:30. Börn eru sérstaklega velkomin.

Gamlársdagur vitnisburðarstund kl.16:30 

Á gamlársdag, laugardaginn 31.des kl.16:30 verður samkoma hjá okkur í kirkjunni. Að þessu sinni verðum við með það sem við köllum oft vitnisburðarsamkoma. Þar gefum við tækifæri til að segja frá einhverju af því sem hefur gerst í lífi okkar á árinu, þar sem við höfum séð Guð starfa. Jafnframt þökkum við fyrir liðið og biðjum fyrir nýju ári. Allir velkomnir.

M18 bænastundir

M18 bænastundir sem eru í heimahúsum mánudaga og miðvikudaga kl.18 verða í desember eins og verið hefur í vetur. Seinasta M18 stundin fyrir jól verður miðvikudaginn 21.des. Nánar um staðsetningu hverju sinni á lokaða Facebook hópnum okkar.

2017

Fyrsta samkoman á nýju ári verður sunnudaginn 8.jan kl.11

 

Við í Hvítasunnukirkjunni á Selfossi óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Smelltu hér til að horfa/hlusta á predikanir frá desember 2016

Pin It

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi