Aðalfundur safnaðarins

Aðalfundur Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi verður haldinn 30.maí 2021 kl.13 að Austurvegi 40b. Á aðalfundi verður farið yfir ársreikning 2020 og hann lagður fram til samþykktar. Eins verður skýrsla stjórnar og starfsgreina lesin. Allir meðlimir kirkjunnar eru velkomnir á fundinn. Farið verður eftir gildandi sóttvarnarreglum.

Nytjamarkaðurinn í nýtt húsnæði

Hvítasunnukirkjan á Selfossi hefur fest kaup á húsnæði að Gagnheiði 32. Þangað mun Nytjamarkaðurinn flytja í febrúar 2021 eftir að lagfæringar á húsnæði og undirbúningur hefur átt sér stað. Hagnaður Nytjamarkaðarins rennur til góðgerðarmála.

Auka aðalfundur

Tilkynning til safnaðarmeðlima: Boðað er til auka aðalfundar mánudaginn 21.desember kl. 18. Vegna aðstæðna í samfélaginu þarf fundurinn að vera fjarfundur með fjarfundarbúnaðinum Zoom. Dagskrá fundarins mun eingöngu snúast um kaup og sölu á eignum kirkjunnar. Linkur inn á fundinn er á lokuðum facebook hóp kirkjunnar.

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi