Guð notar mistök okkar

Abraham er ein af lykilpersónum Biblíunnar og er oft talað um hann sem föður trúarinnar. Ástæða þess er að hann trúði að það væri satt sem Guð hafði lofað honum og hann framkvæmdi eftir því. Þó að Abraham tryði því sem Guð lofaði honum þá kom samt fyrir að hann efaðist og tók málin í sínar eigin hendur og fyrir vikið lenti hann í vandræðum. En það góða var að Guð bjargaði honum úr þeim vandræðum sem hann kom sér í og ekki bara það heldur notaði Guð mistök Abrahams til að kenna honum að treysta sér.

Ef Abraham gerði mistök á trúargöngu sinni þá tel ég nokkuð víst að við gerum mistök á okkar göngu. Í sjálfu sér er eðlilegt að gera mistök, sérstaklega þegar við erum ung í trúnni og Guð mun nota mistök okkar til að kenna okkur að treysta sér en það er ekki eðlilegt að vera alltaf að gera sömu mistökin.

Eins og Abraham lærði af sínum mistökum þurfum við einnig að læra af okkar að treysta Guði. Guð er góður Guð sem fyrirgefur okkur þegar okkur verður á en hann ætlast ekki til að við séum alltaf að gera sömu mistökin eða alltaf að falla fyrir því sama. Heldur vill hann að við lærum að treysta honum og að við gerum það sem heldur okkur frá mistökum og falli. En það er einungis eitt sem getur varnað því að við gerum mistök á trúargöngu okkar en það er að hafa nærveru Guðs í lífi okkar með því að eiga daglega stund með Guði þar sem við bæði tölum við Hann og lesum í Biblíunni. Það er bara nærvera Guðs í lífi okkar sem getur varnað því að við gerum mistök eða föllum á trúargöngu okkar.

 

Íhugun og framkvæmd

  1. Jesús kallar okkur öll til að fylgja sér ert þú að fylgja þeirri köllun með því að biðja og lesa í Biblíunni daglega?
  2. Hefur þú gert mistök sem Guð hefur notað til að kenna þér að treysta Honum?
  3. Hefur þú upplifað að Guð hafi blessað þig á einhvern hátt þrátt fyrir að þú hafir gert mistök?
  4. Finnst þér Guð hafa kallað þig til einhvers ákveðins hlutverks, ef svo er hvert er hlutverkið?

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að hlusta/horfa á Þorstein Jóhannesson predika um efni þessa pistils.

Pin It

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi