ABC

Nytjamarkaðurinn hefur átt farsælt samstarf við ABC barnahjálp og hefur stutt dyggilega við verkefni á vegum samtakana. Undanfarin ár höfum við einkum stutt við verkefni samtakana í Burkina Faso í Vestur Afríku þar sem rekin er skóli fyrir fátæk börn. Hér að neðan má sjá myndir úr starfinu í Burkina Faso og stutta heimildarmynd um starfið.

Heimildarmynd um ABC í Burkina Faso

Myndir frá Burkina Faso:

 

 

Um matarúthlutanir

Uppfært 28.sept 2016: Það hefur verið ákveðið að hætta úthlutunum á Bónuskortum í þeirri mynd sem verið hefur. Við munum áfram styrkja góð málefni eins og verið hefur. 

Um Nytjamarkaðinn

Nytjamarkaðurinn

Hvítasunnukirkjan setti á stofn nytjamarkað þann 1. des 2008. Markaðurinn er í húsnæði við Eyrarveg 5 á Selfossi. Markaðurinn hefur gengið mjög vel og hefur fólk verið afar duglegt við að koma með og gefa notaðar vörur. Mikil aðsókn hefur verið í markaðinn og daglega gera margir frábær kaup.

Markaðurinn er opinn frá kl. 12 - 18 alla virka daga og kl: 12-16 á laugardögum.

Ágóði af nytjamarkaðnum fer í ýmis góð málefni. Við styrkjum ABC barnahjálp sem hjálpar börnum út um allan heim. Stór hluti af því sem við gefum fer síðan í það að hjálpa þeim sem minna mega sín hér heima.

Ef þú átt vörur sem þú villt gefa getur þú komið með þær á markaðinn á opnunartíma eða hringt í síma 572-3239.

Á Nytjamarkaðnum er alltaf þörf á góðum sjálfboðaliðum. Þú getur hringt í síma: 572-3239 ef þú vilt gefa af tíma þínum til að hjálpa. Hægt er að millifæra beint inn á Nytjamarkaðinn á reikningi 5911972829-0152-26-105911

Smelltu hér til að skoða Facebook síðu Nytjamarkaðsins

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi