Óttast þú eigi, María

Þegar Gabríel engill var sendur frá Guði til Maríu til að opinbera henni heilaga köllun þá fór hann ekki húsavillt.

Guð vissi hvar hún bjó, hann vissi hvað hún hét og hann þekkti bæði fortíð hennar og framtíð. Þegar engillinn sagði: ,,Óttast þú ekki, María" þá vissi Guð að fjórum sinnum myndi hrikta verulega í tilveru Maríu. María fékk mörg tilefni til að óttast um drenginn sinn.

En Guð var við stjórnvölinn. Þegar engillinn hafði heilsað Maríu þá varð hún hrædd og hugleiddi hvað þessi kveðja ætti að merkja. Hugsanlega skynjaði María á þeirri stundu sömu alvöru og hún átti eftir að upplifa þegar hún stóð við kross sonar síns og horfði á líf hans fjara út full vanmáttar.

Þegar engillinn sagði Maríu að óttast ekki var framtíðin henni hulin. En hún var ekki hulin Guði sem myndi eiga síðasta orðið.

Íhugun og framkvæmd

  1. Hefur þú einhvern tímann misst sjónar á Jesú? Hvers vegna og hvaða afleiðingar hafði það?
  2. Hefur þú einhvern tímann ekki skilið hvaða leið Guð var að fara í lífi þínu? Hvenær og hvernig?
  3. Hvaða áhrif hefur það fyrir þig þegar Guð segir þér að óttast ekki?

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að hlusta/horfa á Dögg Harðardóttur predika um efni þessa pistils.

Pin It

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi