Dramb er falli næst - Hvað er sönn auðmýkt?
Einn af þeim hlutum sem við þolum hvað minnst í fari annarra en eigum oft erfitt með að sjá í okkar fari er dramb/stolt/hroki. Víðs vegar í Biblíunni sjáum við viðvaranir varðandi stolt og ofmetnað.
En í hverju felst stolt? Hvernig birtist það í lífum okkar? Hvað liggur á bakvið það?
- Við treystum á okkar eigin visku, okkar eigin styrk, okkar eigin reynslu meira en við treystum á handleiðslu Guðs.
- Við þekkjum ekki okkar stað - teljum okkur meiri en við eigum efni á, reynum jafnvel að leika Guð og bjarga deginum - teljum okkur ómissandi. Þetta hefur orðið mörgum að falli.
- Pétur treysti á sinn styrk þegar Jesús sagði við lærisveinana að þeir myndu allir yfirgefa hann - aldrei mun ég afneita þér sagði hann. Hann treysti frekar á sinn eigin styrk heldur en viðvaranir Jesú.
Hjá Grikkjum var dramb (húbris) einn versti mannkosturinn. Þegar einhver upphaf sjálfan sig umfram það sem hann átti inni fyrir, gerði meira úr sér en efni stóðu til. Yfirskrift á inngangnum að musteri Appollóns var „Þekktu sjálfan þig.”
Forn Grikkir lögðu ekki sömu merkingu og við í dag myndum leggjum í þetta orðatiltæki. Nútímafólk horfir á þessa setningu sem mjög djúpa leið til sjálfsþekkingar en það var ekki hugsun manna á þeim tíma heldur miklu frekar var hugsunin „þekktu þinn stað - ekki hefja þig upp.”
Hver erum við þá? - Við erum menn - Við erum ófullkomin - Við þurfum á Guði að halda. Þegar ég var yngri pirraði ég mig oft á því hversu ófullkominn ég var. Hins vegar með aldrinum og aukinni reynslu hef ég áttað mig á því að ef við værum ekki svona ófullkomin þá myndum við ekki gera okkur grein fyrir hversu mikið þyrftum á Guði að halda.
Í fyrsta kafla Jóhannesarguðspjalls sjáum við hver staða okkar og hvernig Guð sér okkur. - Við erum börn Guðs. Páll postuli talar líka um að við séum „samarfar Krists.” (Rómverjabréfið 8:17). Við erum elskuð (Jóhannes 3:16) og við erum verðmæt í augum Guðs (Sálmur 139).
Auðmýkt er hugtak sem getur verið jafn erfitt að eiga við eins og stolt. Hvað er sönn auðmýkt? Felst hún í því að lægja sig niður á kostnað annarra og gera lítið úr sjálfum sér (eins og okkur er svo oft tamt). Niðurbrot og hroki er komin af sama meiðinu. Þegar við fyllumst hroka eða brjótum okkur niður sjáum við ekki skýrt hver við erum. Við einblínum þá annað hvort eingöngu á galla okkar eða leyfum styrkleikum okkar gera okkur stolt og hrokafull. Þegar við þekkjum ekki hver við erum þá sjá um við hlutina ekki í réttu ljósi og missum marks. Sönn auðmýkt felst í því að vita hver við erum og að lifa í þeirri fullvissu. Við erum mannlega, við erum ófullkomin en við erum líka Guðs börn. „En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans.” Jóhannes 1:12
Í Lúkasarguðspjalli má finna góða dæmisögu um tvo menn sem komu til Guðs. Annar uppfullur af sjálfum sér en hinn áttaði sig á sinni stöðu. Faríseinn treysti á sitt ágæti og gaf Guði ekki tækfæri. Tollheimtumaðurinn vissi hver hann var, hvað hann hafði gert en hann gerði sér kannski ekki grein fyrir því hver hann myndi verða ef hann hleypti Guði að. Lúkas 15:10-14
Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að hlusta/horfa á Tómas Davíð Ibsen Tómasson predika um efni þessa pistils.