Bænaátak 2017

Skrifað af Ágúst Valgarð Ólafsson. Posted in Fréttir

Bænaátak 2017

Markmið bænaviku og bænaátaks okkar í janúar 2017 er að hefja árið með helgun og bæn fyrir kirkjunni allri og þjónustu hennar. Við viljum leita Guðs, heyra frá honum og biðja til hans um framgang í starfi kirkjunnar. Bænavika hefur verið í upphafi árs í Hvítasunnukirkjunni á Selfossi í mörg ár, núna ætlum við að fylgja bænavikunni eftir með bænaátaki strax í kjölfarið.

  • 8.jan sunnudagur - bænavikan er kynnt og hefst formlega á sunnudagssamkomu kl.11. Þorsteinn Jóhannesson mun kenna um bæn og bænabaráttu.
  • 9.jan - 12.jan (mán-fim) verða bænastundir í kirkjunni alla daga kl.18
  • 13.jan föstudagur - lofgjörðar og bænastund kl.20
  • 14.jan laugardagur - bænastund í kirkjunni kl.18
  • 15.jan sunnudagur - bænaviku lýkur á sunnudagssamkomu kl.11
  • 16.jan mánudagur - M18 bænastund kl.18 í heimahúsi og svo áfram í vetur á mánudögum og miðvikudögum.

Yfir bænavikuna hvetjum við alla til að fasta með einhverjum hætti, annað hvort hluta tímans eða alla vikuna. Dæmi:

  • Fasta tengd mat, t.d. fasta á kaffi, sætindi eða sleppa úr máltíðum. Einnig má taka svokallaða Daníelsföstu og borða aðeins ávexti og grænmeti.
  • Fasta á sjónvarp/tölvu/Facebook
  • Vakna fyrr en venjulega til að biðja einhverja daga

Á bænaátakinu í kjölfarið verðum við með sérstaka bæn áfram, m.a. fyrir kirkjunni okkar og Selfossbæ. Hluti af þessu átaki verður á starfsmannafundinum 19.jan ofl.

Vertu ekki feiminn að mæta á bænastundir og taka þátt í bæninni með okkur. Við erum ólík og biðjum e.t.v. ólíkt eins og við erum mörg. En við vöxum í bæn og lærum að biðja með því að biðja :-) Enginn er skyldugur að biðja upphátt. Á öllum bænastundum verður einhver sem sér um að leiða stundina.

Hafðu samband ef þú hefur spurningar eða innlegg. Hvetjum safnaðarmeðlimi til að fylgjast með á lokaða Facebook hópnum okkar þar sem við fjöllum nánar um bænaátakið. Minnum einnig á að hægt er að senda inn bænarefni hér á heimasíðunni.

Pin It

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi