Útvarp Líf
Útvarp Líf er netútvarp með talmáli sem Hvítasunnukirkjan á Selfossi rekur.
- Hægt að hlusta í tölvum og snjalltækjum á slóðinni http://utvarp.selfossgospel.is
- Áhersla er á predikanir.
- Ef þú ert með spurningu eða athugasemd þá sendu okkur línu
Hugsun okkar er að nýta gott efni sem við eigum eftir að hafa tekið upp predikanir frá árinu 2014. Við höfum einnig fengið að nota predikanir frá vinum okkar í Fíladelfíu Reykjavík.
Vissulega er hægt að hlusta og horfa hér á vefnum eða í appinu okkar. Útvarp Líf hefur hinsvegar þann kost að það er fljótlegt að setja spilun af stað og heldur stöðugt áfram allan sólarhringinn, alla daga, að útvarpa góðum predikunum.
Njóttu vel og endilega segðu öðrum frá t.d. með því að deila á Facebook með því að nota hnappinn hér fyrir neðan.