Framundan

Bænastundir í kirkjunni alla virka daga kl.18

Skrifað af Ágúst Valgarð Ólafsson. Posted in Viðburðir

Í janúar 2017 fórum við af stað með sérstakt bænaátak í kirkjunni. Fyrstu viku átaksins vorum við með bænastundir í kirkjunni alla daga kl.18. Í kjölfarið var ákveðið að halda áfram að biðja á virkum dögum kl.18

Þetta hafa verið góðar stundir og uppörvandi. Við skiptum okkar gjarnan í 3-4 manna hópa og skiptumst á að biðja fyrir bænarefnum. Ef hljóðfæraleikari er á staðnum breytum við til og syngjum 1-2 lofgjörðarlög öðru hverju. Yfirleitt erum við að ljúka stundunum um kl.19 - þó það sé líka velkomið að fara fyrr ef fólk þarf.

Allir eru velkomnir. Einnig er hægt að senda inn bænarefni hér á heimasíðunni.

Hér eru nokkrar tilvitnanir um bæn sem við höfum sett á Facebook síðuna okkar:

  • Bæn er að segja: Mín verk verka ekki - ég þarf verk Guðs.
  • Bæn slær sigur höggið. Þjónusta er bara að týna up brotin. --S.D. Gordon
  • Himininn er fullur af bænasvörum við bænum sem enginn fékkst um að biðja. --Billy Graham
  • Ekki biðja vegna þess að þú átt að biðja. Biddu vegna þess að þú getur beðið og vegna þess að það er sál þinni jafn eðlileg viðbrögð og andardrátturinn sem núna fyllir lungu þín og svo að draga inn næsta andardrátt. -- David G. Benner
  • Sérhverja stórkostlega gjörð Guðs á jörðu má rekja til krjúpandi veru. --D.L. Moody
  • Bænir okkar leggja þá brautarteina sem kraftur Guðs getur komið eftir. Eins og öflug eimreið þá getur ekkert staðist kraft Guðs, en hann nær ekki til okkar án brautarteinanna. --Watchman Nee
  • Satan skelfur þegar hann sér hinn veikasta þjón Krists á hnjánum. --Sálmaskáldin William Cowper og John Newton.
  • Ef kirkjan aðeins vissi að Guð ríkir í heiminum í gegnum bænir sinna heilögu. --Andrew Murray
Pin It

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi