Á hverjum miðvikudegi birtist nýr pistill. Sendu okkur línu ef þú ert með hugmynd að pistli eða ef þú ert með spurningu sem mætti svara með pistli.

Að fylgja Guði hvað sem það kostar

Skrifað af Dögg Harðardóttir. Posted in Pistlar

Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá höfum við ekki stjórn á öllu sem gerist í lífi okkar. Við getum hvað eftir annað upplifað togstreitu, þurft að glíma við Guð og okkur sjálf.

Páll postuli hvetur okkur í Ritningunni til að gefa Guði allt og lifa algjörlega fyrir hann hvað sem það kostar. Í bréfi Páls til Rómverja segir hann:

,,Því brýni ég ykkur, systkin, að þið vegna miskunnar Guðs bjóðið fram sjálf ykkur að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn. Það er sönn guðsdýrkun af ykkar hendi.“ (Róm. 12,1)

Stundum henda erfiðir atburðir gott fólk. Leiðin til að eignast sálarfrið er að viðurkenna vanmátt sinn og treysta því að áætlun Guðs sé okkur alltaf til góðs. Erfiðasti hluti kæreikans er að sleppa takinu á því sem okkur þykir vænst um og gefa Guði þannig allt okkar líf. Líka það sem snertir strenginn dýpst í hjarta okkar.

Það er Guði þóknanlegt að þegar fólk getur sýnt þann styrkleika að segja já við áætlun Guðs líka þegar það er erfitt. Stundum veltum við okkur upp úr hlutum sem eiga aldrei eftir að henda okkur og leyfum ótta og kvíða að stjórna líðan okkar. Þegar Jesús var krossfestur var óttinn negldur á krossinn til þess að við yrðum frjáls.

Páll postuli var frábær fyrirmynd. Hann lét ekkert stöðva sig og fylgdi Guði þó svo að hann vissi að það gæti kostað hann lífið. Hann gaf engan afslátt af kenningunni og sannfæringu sinni. Fetum í fótspor hans og fylgjum Guði heilshugar.

Íhugun og framkvæmd

  1. Páll postuli lætur þess getið í NT hvaða þrengingar hann hafi þurft að þola og hvað hann hafi gengið í gegnum vegna trúar sinnar. Hvaða tilfinningu eða hugsanir vekur það hjá mér þegar ég heyri að trúin geti krafist þess af mér að ég fórni einhverju?
  2. Hvað er það erfiðasta/sárasta sem ég gæti verið krafin/n um? (Hvað get ég alls ekki hugsað mér að gerist, hvaða tilfinningu vekur það og hvers vegna?)
  3. Stundum er sagt að það erfiðasta við kærleikann sé að sleppa takinu (The hardest part of love is letting go). Hvers vegna?
  4. Hvað óttaðist Jesús áður en hann var krossfestur?
  5. Hvaða merkingu hefur það í lífi mínu að ,,yfirgefa allt og deyja sjálfum/sjálfri mér"?
  6. Hvaða laun hefur það í för með sér að vera tilbúinn að ,,deyja sjálfum sér" og ,,yfrgefa allt"? 

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að hlusta/horfa á Dögg Harðardóttur predika „Að fylgja Guði hvað sem það kostar” 

Hann þóttist vera guðleysingi

Skrifað af Ágúst Valgarð Ólafsson. Posted in Pistlar

Einu sinni var gamall þurrabúðarmaður*, sem átti heima í litlu húsi við ströndina. Hann þóttist vera guðleysingi og sagði margt ljótt um Guð og Drottinn Jesú. Ég svaraði því sjaldan öðruvísi en með því að segja: „Gott og vel, en gœttu þess nú að segja ekki meira en þú getur staðið við á dánardegi þínum."

Og svo rann upp síðasti dagur hans. Sonur hans kom hlaupandi til prestsetursins og sagði: Faðir minn er veikur og langar til að fá að tala við prestinn." Ég flýtti mér til hans. Hann var í miklum líkamlegum og andlegum nauðum. „Prestur minn," mœlti hann, „ég get ekki staðið við háðsyrði mín um Guð og Jesú. Guð fyrirgefi mér allt það illa, sem ég hef sagt og gert."

Gott var það, að hann áttaði sig. En er það samt ekki átakanlegt að afneita eða gleyma Guði á velgengnisárunum og verða svo að taka allt aftur á þeim degi, þegar á reynir? Vœri ekki betra að fara í tíma að orðum spámannsins, er hann spyr, hvort fólk eigi ekki að leita til Guðs síns? Það finnst mér. Höfundur: C. Skovgaard-Petersen.

Ef þessi orð byggðu þig upp þá smelltu á Deila hér fyrir neðan til að fleiri byggist upp.

*Þurrabúðarmaður merkir að hann var ekki með mjólkandi kýr. 

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að hlusta/horfa á Chris Parker predika „Jesús kom og dó fyrir mig”

Allt vald er mér gefið

Föðurelska Guðs 2 af 2

Skrifað af Ágúst Valgarð Ólafsson. Posted in Pistlar

Þessi pistill er annar hluti af tveim. Smelltu hér til að lesa fyrsta hlutann.

Faðirinn er yfirmáta rausnarlegur

OK, faðirinn hélt ekki aftur af fyrirgefningu sinni en við hefðum þá a.m.k. getað búist við því að hann héldi aftur því sem mætti kalla verðlaun fyrir hlýðni. Langt frá því svo. Hann sagði: Komið fljótt með hina bestu skikkju og færið hann í, dragið hring á hönd hans og skó á fætur honum. Sækið og alikálfinn og slátrið, vér skulum eta og gjöra oss glaðan dag. (Lúk 15.22-23)

Sonurinn hugsar með sér: Ég er að meðtaka allt það sem ég vildi þegar ég var í heiminum, veislu og flott föt. Þvílíkur heimskingi var ég að fara. Faðirinn hér er ímynd föður Jesú en Jesú sagði við lærisveina sína: Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því faðirinn hefur gefið ykkur ríki sitt. (Lúk 12:32)

Faðirinn elskar að fagna með okkur

Þegar búið var útbýta gjöfum var veislan næst: Nú ætlum við að halda veislu! Þessi sonur minn var dauður en nú er hann lifnaður við. Hann var týndur en nú er hann fundinn. (Lúk 15.23b-24) Himininn er staðurinn þar sem faðirinn sem yfirflæðir af kærleika vill fagna með börnum sínum um alla eilífð!

Faðirinn vill syni en ekki launafólk

Týndi sonurinn vissi að hann átti ekki skilið að vera tekið sem syni því hann hafði ekki hagað sér sem slíkur: Yngri sonurinn sagði, taktu við mér sem einn af verkamönnum (launþega) þínum. En faðirinn gaf honum föt sem hæfðu heiðruðum syni. Eldri sonurinn skildi ekki muninn á syni og verkamanni. Hann sagði: „Ég hef stritað fyrir þig öll þessi ár...” Hann var pirraður yfir náðinni sem faðir hans sýndi. Náð er þegin en ekki unninn. Gjöf en ekki launaumslag.

Jesús kenndi okkur að biðja: „Faðir okkar” en ekki „Yfirmaður okkar”. Feður eru miskunnsamir en yfirmenn launa það sem fólk vinnur sér inn. Ég vel miskunn!

Íhugun og framkvæmd

  1. Hefur þú lagt af að vinna þér inn að vera meðtekin af Guði með góðum verkum en í staðinn sett allt þitt traust þitt á Jesú?
  2. Hver er munurinn á að vera sonur Guðs eða verkamaður? Hvaða viðhorf einkenna þann sem er sonur og svo þann sem er verkamaður?

Höfundur: Paul Anderson Þýðandi: Ágúst Valgarð Ólafsson

Þessi pistill er hluti af predikunarseríu sem heitir Það sem ég elska mest við Jesú Ef þessi orð byggðu þig upp þá smelltu á Deila hér fyrir neðan til að fleiri byggist upp.

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að hlusta/horfa á Hinrik Þorsteinsson predika „Glíma Guðs við mig og þig”

Allt vald er mér gefið

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Skylt efni

Hvítasunnukirkjan á Selfossi