Hér er hægt að sjá það sem er framundan hjá okkur og aðra viðburði sem við viljum koma á framfæri. Smelltu á fyrirsögn viðburðar til að sjá hnappa til að deila á Facebook. Nema annað sé tekið fram eru viðburðir okkar haldnir að Austurvegi 40b Selfossi. Góð leið til að fá reglulega fréttir af því sem er framundan er að skrá sig á póstlistann okkar og/eða fylgjast með á appinu okkar.

Nokkrir fastir liðir eru ekki settir sérstaklega hér inn en þetta eru:

 • Sunnudagssamkomur kl.11
 • Unglingasamkomur á þriðjudögum kl.19:30
 • Bænastundir - sjá hér fyrir neðan.

Hafðu samband ef þú vilt vita meira um einhverja af þessum viðburðum.

Bænastundir í kirkjunni alla virka daga kl.18

Skrifað af Ágúst Valgarð Ólafsson. Posted in Viðburðir

Í janúar 2017 fórum við af stað með sérstakt bænaátak í kirkjunni. Fyrstu viku átaksins vorum við með bænastundir í kirkjunni alla daga kl.18. Í kjölfarið var ákveðið að halda áfram að biðja á virkum dögum kl.18

Mæting á þessar stundir hefur aukist frekar en hitt. Við höfum því ákveðið að halda áfram með bænastundir í kirkjunni kl.18 alla virka daga um óákveðinn tíma. Þetta hafa verið góðar stundir og uppörvandi. Við skiptum okkar gjarnan í 3-4 manna hópa og skiptumst á að biðja fyrir bænarefnum. Ef hljóðfæraleikari er á staðnum breytum við til og syngjum 1-2 lofgjörðarlög öðru hverju. Yfirleitt erum við að ljúka stundunum um kl.19 - þó það sé líka velkomið að fara fyrr ef fólk þarf.

Allir eru velkomnir. Einnig er hægt að senda inn bænarefni hér á heimasíðunni.

Hér eru nokkrar tilvitnanir um bæn sem við höfum sett á Facebook síðuna okkar nýlega:

 • Bæn er að segja: Mín verk verka ekki - ég þarf verk Guðs.
 • Bæn slær sigur höggið. Þjónusta er bara að týna up brotin. --S.D. Gordon
 • Himininn er fullur af bænasvörum við bænum sem enginn fékkst um að biðja. --Billy Graham
 • Ekki biðja vegna þess að þú átt að biðja. Biddu vegna þess að þú getur beðið og vegna þess að það er sál þinni jafn eðlileg viðbrögð og andardrátturinn sem núna fyllir lungu þín og svo að draga inn næsta andardrátt. -- David G. Benner
 • Sérhverja stórkostlega gjörð Guðs á jörðu má rekja til krjúpandi veru. --D.L. Moody
 • Bænir okkar leggja þá brautarteina sem kraftur Guðs getur komið eftir. Eins og öflug eimreið þá getur ekkert staðist kraft Guðs, en hann nær ekki til okkar án brautarteinanna. --Watchman Nee
 • Satan skelfur þegar hann sér hinn veikasta þjón Krists á hnjánum. --Sálmaskáldin William Cowper og John Newton.
 • Ef kirkjan aðeins vissi að Guð ríkir í heiminum í gegnum bænir sinna heilögu. --Andrew Murray

Samkoma aðfangadag 2017

Skrifað af Ágúst Valgarð Ólafsson. Posted in Viðburðir

Aðfangadagur 2016

Á aðfangadag laugardaginn 24.desember verður hátíðarsamkoma kl.16:30-17:15 að Austurvegi 40b. Það verður ekki sérstakt barnastarf heldur verðum við öll fjölskyldan saman á stundinni. Það verður stutt hugvekja stíluð inn á börnin - en þó þannig að allir njóti. Allir velkomnir.

Gamlársdagur 2017

Skrifað af Ágúst Valgarð Ólafsson. Posted in Viðburðir

Áramót

Á gamlársdag, laugardaginn 31.des kl.16:30 verður samkoma hjá okkur í kirkjunni. Að þessu sinni verðum við með það sem við köllum oft vitnisburðarsamkoma. Þar gefum við tækifæri til að segja frá einhverju af því sem hefur gerst í lífi okkar á árinu, þar sem við höfum séð Guð starfa. Jafnframt þökkum við fyrir liðið og biðjum fyrir nýju ári. Allir velkomnir.

Starfsmannafundur fimd. 18.jan kl.18 - 19:45

Skrifað af Ágúst Valgarð Ólafsson. Posted in Viðburðir

Hvítasunnukirkjan á Selfossi starfsmannafundur

Þessir fundir eru fyrir alla þá sem koma að einhversskonar þjónustu í kirkjunni. Þetta eru þeir sem leiða heimahóp, samkomuþjónar, kaffiþjónusta, bókhald, barna- og unglingastarf, lofgjörð, þrif ofl.

 • Byrjum á því að borða saman kl.18 - pöntum pizzu.
 • Börn velkomin - þau borða með okkur og horfa svo á mynd á meðan við förum inn í sal.

Við erum núna komin með reynslu á fjöldann svo það þarf ekki að skrá sig. Ef þú ert ekki viss um hvort þetta á við þig þá hafðu samband

Bestu kveðjur, Ágúst og Þorsteinn forstöðumenn

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi